Lagboði 122

Glöggt ég nái greina þramm

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Hestafoss 

Glöggt ég nái greina þramm
gljúfra máist þvitinn,
Þjórs- hvar áin æðir fram
öskugrá á litinn.

Straumadísir dansinn þar
dags mót lýsing stíga,
ógnun frýsa aflþrungnar
aðeins rísa og hníga.

Bærist negg þá báran traust
bjargs af egg sig lægir
straums í hreggi hlífðarlaust
hamravegginn fægir.

Bergið veitir viðnám mest
vá þó sveitir lerki,
ör þar breyting engin sést
eða þreytumerki.

Vísur:  Þórarinn Bjarnason Húnav.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Úr Árnessýslu. Úthlíðar-Dóri.

Til bakaLagboði 123