Lagboði 123

Sé ég gróa og grænka kvist

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Lóuvísur 1929.

Sé ég gróa og grænka kvist
grynnist snjóatakið.
Vonin hló er heyrði ég fyrst
hlýja lóukvakið.

Ennþá mæta óminn þinn
oss þú lætur heyra,
vertu ætíð velkomin
vort þú kætir eyra.

Hingað seiðir sefa þinn
sól og hreiðurrunnar
yfir breiðu úthöfin
eru þér leiðir kunnar.

Enn er sveitin söm og fyrr
svip hún breytir varla,
þú skalt leita úr stormastyr
að ströndum heitra fjalla.

Vísur:  Stefán Vagnsson, Hjaltastöðum, Skagafirði.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir (Jósep Húnfjörð kenndi)
Stemma:  Pálína Pálsdóttir, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 124