Lagboði 124

Góðir menn og mjúklynd sprund

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 3 hringhendar, vísa 4 víxlhend

 

Góðir menn og mjúklynd sprund
mitt ei fennir í skjólið,
hingað enn á ykkar fund
æfi rennur hjólið.

Hérna finn ég frelsi margt
fornu kynninganna
hér er inni hlýtt og bjart
hljómar minninganna.

Bragi svipheill semur skrá
söngvar liprir vaka.
Strengjagripinn Iðunn á
öndveg skipar staka.

Iðunn baðar oft í kveld
andans skarti sínu.
Við þann glaða arineld
orna ég hjarta mínu.

Vísur:  Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Ólína Andrésdóttir.

Til bakaLagboði 125