Lagboði 125

Heiðin stingur eiturör

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Heiðin stingur eiturör
inn í bringu mina.
Dauðinn glingrar kalt um kjör
kreppir fingur sína.

Sólin hneigir hýra brá
hafs og reginfjalla.
Laugavegi lífsins á
lúinn beygir alla.

Vil ég arðinn öðrum ljá
eftir jarðarkynni,
svo mín varða sjáist frá
“sorgafjarðar” mynni.

Fjallavegir fluttu mér
fjörráð megingalla,
reynslan þegir burtu ber
bergmál eigin kalla.

Vísur:  Einar Backmann.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Úr Húnavatnssýslu. Stefán Guðmundsson á Kirkjuskarði

Til bakaLagboði 126