Ljúft í fangi leikur þrá
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Ljúft í fangi leikur þrá,
léttir gangi mínum.
Lífsins angan fann ég frá
fölvum vanga þínum.
Oft ég missti merki glögg
málsins list að heyra
varir kyssti, dagsins dögg
drakk, en þyrsti meira.
Vígja hlaustu viljans þor
vona traustum ferjum,
breyttir hausti í blessað vor
byggðir naust úr skerjum.
Bjarta sveiga bindur nú
blóma feigum runni.
Skáldsins veigar skýrir þú.
Skál! Ég teyga’ að grunni.
Vísur: Einar Backmann.
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma: Úr Skagafirði. Baldvin Jónsson skáldi