Lagboði 127

Eg skal reyna elskan mín

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Eg skal reyna elskan mín
óskum leyna hryggur,
innvið hreinu augun þín
ást mín beina þiggur.

Bit raunkjör þó bægi mér
býst þeim kjörum glaður;
með þeim svörum að ég er
enginn förumaður.

Hrjáð og grætt þú hefir mig
hjálpa ættir betur.
Ef ég hætti að elska þig
enginn bætt mig getur.

Harmi seldur hvíld ég kýs
kvölum veldur undin,
vil ég heldur viðjast ís
en vaða eldinn bundinn.

Vísur:  Einar Backmann.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Úr Húnavatnssýslu. Hanna í Holti

Til bakaLagboði 128