Lagboði 128

Laufið þýtur lokast blóm

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Laufið þýtur lokast blóm
leiðin þrýtur vinir.
Glaður lít ég drottins dóm
deyja hlýt sem hinir.

Fölna meiðir mæðir þraut
myrka leið ég þreyti.
Svífa heiða himinbraut
hjartans neyðarskeyti.

Sólin óttans sæði ber
signir hljótt að barmi
Sef ég rótt þá sigin er
síðsta nótt að hvarmi.

Missi takið, færist ferst
fárra vakir hylli,
kyssi flakið, bærist, berst,
blárra jaka milli.

Vísur:  Einar Backmann.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Úr Barðastrandarsýslu. Jóhann Eiríksson.

Til bakaLagboði 129