Lagboði 129

Studdur giptu gylfi þá

Samhent – hagkveðlingaháttur

 

Rímur af Reimari og Fal  enum sterka
13. ríma vísur 70-73

Studdur giptu gylfi þá
gjörði umskipti snögg þar á,
af Bæring kippti benjaljá
og bolnum svipti hausnum frá.

Við það dóla dauðamein
dafnar sjóla gæfan hrein,
karfa á hjólum ofan ein,
af múr róla vann ósein.

Loftið fleygist öðling í,
að svo hneigist gæfa ný,
kóngur feginn komst nú frí,
karfa uppdregin verður því.

Undur kalla mestu má,
milding lalla skyldi frá,
svo fest gat varla auga á
öldin snjalla er stóð þar hjá.

Vísur:  Hákon Hákonarson í Brokey.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Kristinn á Vesturá, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 130