Lagboði 131

Bænar velur blótskapinn

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 víxlhendar

 

Rímur af Jómsvíkingasögu
12. ríma, vísur 43-46

Bænar velur blótskapinn
byrstur meiðir spanga;
dimmir elið annað sinn,
eldur og reiðir ganga.

Vinda þeyrinn vaxa fer,
veðri kyrra linnir;
hálfu meira elið er
en hið fyrra sinnið.

Hetju jafni Hávarð sér
Hörgabrúði ljóta;
annan stafninn Yrpa ver,
alt eins knúð að skjóta.

Þá Sigvaldi hrópar hátt:
Hirðum minna að bíða;
burtu haldi héðan brátt
hver einn minna lýða.

Vísur:  Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Jón Konráðsson, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 132