Lagboði 132

Dagsins runnu djásnin góð

Ferskeytt – vísa 1 víxlhend, vísur 2, 3 og 4 hringhendar

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni 
12. ríma 15-18

Dagsins runnu djásnin góð,
dýr um hallir vinda;
morgunsunnu blessað blóð,
blæddi um fjallatinda.

Ljósið fæðist dimman dvín
dafnar næðið fróma
loftið glæðist láin skín
landið klæðist blóma.

Dýrin víða vakna fá
varpa hýði nætur
grænar hlíðar glóir á
grösin skríða á fætur.

Hreiðrum ganga fuglar frá
flökta um dranga bjarga
sólarvanga syngja hjá
sálma langa og marga.

Vísur:  Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Hnausa-Sveinn, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 133