Lagboði 133

Himinvindur hressing ljær

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Himinvindur hressing ljær
hjartans yndi vekur.
Sól í lindum skýja skær
skuggamyndir tekur.

Degi hallar – hart við land
húmið skallann rekur,
aldan spjallar út við sand –
undir fjallið tekur.

Er sig grettir umhverfið –
ást er sett á haka,
ekkert réttir andann við
eins og glettin staka.

Slær í hnjúka – vilt um ver
vastir rjúka og krauma.
Hrannir strjúka úr muna mér
móðursjúka drauma.

Vísur: Guðmundur Eyjólfsson Geirdal.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.  (Ingþór Sigurbjörnsson kenndi)
Stemma: Úr kjós.  Guðlaugur Hinriksson.

Til bakaLagboði 134