Lagboði 134

Syrgir margt hin sjúka lund

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 4 hringhendar, vísa 3 óbreytt 

 

Syrgir margt hin sjúka lund
sálar partast styrkur.
Munaðs bjarta breytist stund
böls í svarta myrkur.

Sárt þó blæði sorgarund
sálarnæði banni.
Öll lífsgæði aðra stund
endurfæðast manni.

Lífsins fley er hlaðið harm
hrönn á borðið sýður
Greini ég land við grafarbarm
góð þar höfn mín bíður.

Fellur snær á Garðarsgrund
gustar blær um vanga.
Blikusærinn bindur mund
báran hlær við dranga.

Vísur:  Valdimar K. Benónýsson. (K. = Kamillus)
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.  Valdimar K. Benónýsson.

Til bakaLagboði 135