Lagboði 135

Man ég gleggst, þú gladdir mig

Ferskeytt – vísur 1 og 2 óbreyttar,  vísur 3 og 4 hringhendar

 

Minning

Man ég gleggst, þú gladdir mig,
góðum yndisfundum;
því skal fórnað fyrir þig
flestum vökustundum.

Þó að okkar ástaskeið
enti að beggja vilja,
þá er einum örðug leið
eftir að vegir skilja.

Tungan lostin missti mál,
mörkin brostin sýna;
þegar frostið fór um sál,
fann ég kosti þína.

Alltaf finn ég farinn dag
fyrir kynning mína;
síðast inn í sólarlag
sveipa eg minning þína.

Vísur:  Jón S. Bergmann.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. (Ragnheiður Pálsdóttir)

Til bakaLagboði 136