Lagboði 136

Lækir flæða, hækka hreim

Nýhent – vísur 1,  3 og 4 hringhendar, vísa 2 víxlhend

 

Lækir flæða, hækka hreim,
hugljúf kvæði skap mitt yngja,
engin mæða amar þeim,
æsku bræður mínir syngja.

Árglöð kalla ærslin þar,
yngist sjálfur vori feginn,
Hálfar falla hendingar,
hoppa álfar fram á veginn.

Vængir blaka, hefjast hátt,
heiði taka, þrárnar seiða.
Sólheit vakir sunnanátt,
svanir kvaka fram til heiða.

Blána fjöll og birtir nótt,
brak og sköll um heiðarlendur.
Vatnaföllin vaxa ótt,
vetur höllum fæti stendur.

Vísur:  Stefán frá Hvítadal.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Kunnug víða um land.

Til bakaLagboði 137