Lagboði 137

Austrið skreytir árdagsblik

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Morgunvísur.

Austrið skreytir árdagsblik,
andar heiti blærinn.
Allt um sveitir kemst á kvik,
klæðum breytir særinn.

Fuglar sniðug hefja hljóð,
harpan liðugt bærist.
Bjarta viður geislaglóð
gleði og friður nærist.

Blunds af dýnum drótt er leyst,
deyfðum týna allir.
Allt mér sýnist endurreist,
einnig mínar hallir.

Kringum hrjónótt liggja lönd,
lúa og tjón er auka.
En við sjónhrings ystu rönd
eygi ég gróna lauka.

Vísur:  Sveinn Hannesson frá Elivogum.
Kvæðamaður:  Jón Eiríksson, 9 ára.
Stemma:  Úr Húnavatnssýslu. Árni Árnason gersemi

Til bakaLagboði 138