Lagboði 138

Meðan hringinn hönd þín ber

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

“Meðan hringinn hönd þín ber,
hraust að stinga törgu,
geymdu í slyngum þanka þér
þína Ingibjörgu”.

Hans frá streymir svara sal
sagna eimur hagra:
“Aldrei gleyma eg þér skal,
ekran seima fagra.

Nær flugsvinnar engjum á
eggja linnir byljum
aftur finna þig skal þá,
þótt að sinni skiljum.

Hlýt ég ganga fljóði frá
fram á ranga hundinn”.
Hans í fangið fellur þá
fögur spanga hrundin.

Vísur:  Sigurður Bjarnason.
Kvæðamaður:  Jón Eiríksson, 9 ára.
Stemma:  Bjarni Björnsson á Vatnshorni, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 138