Lagboði 139

Frelsi sálgar löggjöf lúð

Ferskeytt – vísa 1 víxlhend og vísur 2, 3 og 4 hringhendar

 

Frelsi sálgar löggjöf lúð
lítt fær þrifist öldin;
af oss tálga hold og húð
harðdræg yfirvöldin.

Liggur ber í bóli, þá
bragna hver er róinn.
Korðaverinn Kambi frá
hvergi fer á sjóinn.

Yndi sóar eykur þrá
ætíð þó er glaður.
Kiddi Jói Kambi frá
kom nú skógarmaður.

Tíðum hló að veiðivað
vísur dró fram glaður
Þannig Jói Kiddi kvað
karlinn grófraddaður.

Vísur:  1. Kristján Jóhann Jóhannsson, 2-4. Björn Friðriksson
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma:  Jóhann Kristjánsson, Ísfirðingur.

Til bakaLagboði 140