Lagboði 140

Ágirnd stingur auraþjón

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Ágirnd stingur auraþjón
annan hring þó gangi.
Hefur ringa sálarsjón
seggurinn fingralangi.

Dreypir bara víni á vör
vopna snari álfur,
geymir rara gætni í för
goodtemplarinn sjálfur.

Þó ei sýnist gatan greið
geðró týni eg eigi.
Fram ég mína feta leið,
farðu þína vegi.

Veit ég beinn minn vegur er
verður neinn ei skaðinn.
Kemur einn þá annar fer
ungur sveinn í staðinn.

Vísur: 1-2. Eggert Eggertsson, 3-4 Sigríður Jónsdóttir
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu

Til bakaLagboði 141