Lagboði 11

Tíminn vinnur aldrei á

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Tíminn vinnur aldrei á
elstu kynningunni;
ellin finnur ylinn frá
æskuminningunni.

Verkin huldu síðar sjást,
sálarkulda sprottin;
hver, sem duldi alla ást,
er í skuld við drottin.

Þegar háar bylgjur böls,
brotnuðu á mér forðum,
kraup ég þá að keldum öls,
kvað í fáum orðum.

Klónni slaka eg aldrei á
undan blaki af hrinu,
þótt mig hrakið hafi frá,
hæsta takmarkinu.

Vísur: Jón S. Bergmann
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir
Stemma: Úr Eyjafirði. Jóhann Sveinsson frá Flögu

Til baka -o- Lagboði 12