Lagboði 154

Góu hrósa góðri má

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Góan og lóan
Á góuþræl 1932

Góu hrósa góðri má
gaf hún ljós og varma.
Kvaddi drós með bros á brá
og blíðu rós um hvarma.

Hana lengi muna má
miðlaði feng á vetri.
Hefur gengið garði frá
Góa engin betri.

Lífs framdrátt um lönd og höf
lands um áttir kunnar
þakka mátti og góða gjöf
gæðum náttúrunnar.

Vaxi lyng og laufblöð ný
lóa er slyng að muna,
bráðum syngur “dýrrindí”
dalahringhenduna.

Vísur:  Bjarni Jónsson frá Sýruparti.
Kvæðamaður:  Björn Friðriksson.
Stemma:  Frá Akranesi. Bjarni Jónsson frá Sýruparti.

Lagboði 155