Lagboði 14

Eigirðu land, sem ástin fann

Ferskeytt – vísa 1 hringhent og vísur 2, 3, 4 og 5 óbreyttar

 

Eigirðu land, sem ástin fann,
unnt er að standast tálið.
En þegar andast ánægjan,
aftur vandast málið.

Mörgum þykir mesta kvöl
missir góðra vina;
þeir, sem aldrei þekktu böl,
þekkja ei huggunina.

Vittu það, að vonlaus sorg
veldur falli manna;
ilt er að verða unnin borg
við árás freistinganna.

Þó að birti sorgin sig,
samt þú rór munt vera,
látirðu vona vængi þig
um vegi lífsins bera.

Á þig hér þó andi kalt
úfinn lífsins vetur,
sólarmegin samt þú skalt
sitja, nær þú getur.

Vísur: Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir
Stemma: Kunnug víða um land.

Til baka -o- Lagboði 15