Lagboði 15

Hlíða milli byggist brú

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Í Brynjudal

Hlíða milli byggist brú
blóms af gyllingunni,
hugann fyllir fegurð sú
fjalls í hyllingunni.

Sólin málar hæð og hól,
hvamma, skálar, bala,
ljósum strjálar leiti og ból
lyftir sál af dvala.

Ljóma salir, hugur hlær
horfinn kala meinum,
andinn svala fundið fær
fremst í dalaleynum.

Allt hið farna augað sér
-eyddur varnar kraftur –
víst ég gjarnan vildi hér
verða að barni aftur.

Eiga sátt við allt í heim
efla mátt í róminn,
líða hátt um himingeim
hjala dátt við blómin.

Vísur: Jóhann Garðar Jóhannsson
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir (Jóhann Garðar Jóhannson kenndi)
Stemma: Úr Breiðafirði. Eggert Gíslason í Langey

Til baka -o- Lagboði 16