Lagboði 167

Morgunsólar geislaglóð

Ferskeytt – vísur 1 og 2 hringhendar og 3 og 4 óbreyttar

 

Morgunsólar geislaglóð
gyllti njóluhvarma,
grundir, hól og græðisslóð
gullnum fól í bjarma.

Skúrin grætir lauf og lyng
langar nætur rosa.
Skinið kætir, himinhring
heiðan lætur brosa.

Hallar degi, haustar að,
húmið brýst til valda;
rósir fölna, bliknar blað,
bleiku hlíðar tjalda.

Sumar liðið, lengist nátt,
lokast rósabráin.
Leggur haustið hélugrátt
hramm á blessuð stráin.

Vísur: Þórleifur Jónsson, frá Skálateigi.
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir. (Kristín Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Þingeyjarsýslu.

Lagboði 168