Lagboði 16

Hugann dreymir daga frá

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Hugsað heim

Hugann dreymir daga frá
dulargeimi vörmum,
þótt mig heimur hendi á
hnútum tveimur örmum.

Þó að víða þyki og sé
þungbær hríðarskrefin,
man ég tíð við móðurkné
mér var blíða gefin.

Sá í hilling hugans lönd
hatri og spilling fjarri,
sólargylling gyllti strönd
guðdómsfylling nærri.

Biður hrelldur hugurinn
hatri seldur drengur
hjartaeld við hefði þinn
hitast kveldi lengur.

Vísur: Jóhann Garðar Jóhannsson
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir (Jóhann Garðar Jóhannsson kenndi)
Stemma: Úr Breiðafirði. Eggert Gíslason í Langey

Til baka -o- Lagboði 17