Lagboði 18

Dýrin víða vakna fá

Ferskeytt – vísa 1, 2 og 4 hringhendar og vísa 3 víxlhent

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
12. ríma, vísur 17-20

Dýrin víða vakna fá
varpa hýði nætur
grænar hlíðar glóir á
grösin skríða á fætur.

Hreiðrum ganga fuglar frá
flökta um dranga bjarga
sólarvanga syngja hjá
sálma langa og marga.

Á allar lundir laga klið
lofts í bláu rúmi.
Létta blundi lætin við
Leó þá og Númi.

Blundur nætur nægir sá
njóta mætu vinir
skunda fætur frægir á
fljótaglætu hlynir.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Hnausa-Sveinn.

Til baka -o- Lagboði 19