Tíminn ryður fram sér fast
Ferskeytt – vísa 1, 2 og 3 hringhendar og vísa 4 oddhent
Tíminn ryður fram sér fast
fremur biða-naumur,
hverfur iðu amakast
eins og liðinn draumur.
Drýgja vinn ég varla synd
vín þó hlynni barmi
í óminnis meinalind
mínum brynni harmi.
Lífs fram, stígur straumur hart
stund án flýgur biðar.
Fljótt á sígur seinni part
sól til hnígur viðar.
Þannig líður lífs míns tíð
laus víð tíða gleði,
von og kvíði, hláka og hríð
heyja stríð í geði.
Vísur: Jónas Jónasson, Torfmýri
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Rangárvallasýslu. Svanborg Lýðsdóttir
Til baka -o- Lagboði 20