Fyrsta ríma – Ferskeytt

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Fyrsta ríma – Ferskeytt

 

1
Ferskeytt
Ferskeytt
Fjöll í austri fagurblá
freista dalabarnsins.
Ungur fylgir æskuþrá
upp til jökulhjarnsins.
2
Frumframhent
Hálfhent
Sveimað heimahögum frá
hef ég vors á degi,
víða stríða þræddi þá
þunga hraunavegi.
3
Frumsamframhent
Heiðin breiða hugumkær
hvetur viljann ofar.
Leiðin seiðir, fráum fær,
fögrum sýnum lofar.
4
Framhent
Gerð var ferð af glöðum hug.
Geng ég lengi hærra.
Hækkar, stækkar dirfskudug
dáðaráðið stærra.
5
Víxlframhent
Fjallið kallað örðugt er,
enn þess kennir maður;
stall af hjalla svifar sér,
senn upp rennur hraður.
6
Alhent
Alhent
Myndi kindum, háum hjá
hæðum, glæðast kraftur;
þekkar brekkur þrásjá,
þangað langar aftur.
7
Síðframhent
Efstu grösin fríðu fé
fæðugæði veita;
styggar kindur kletts við hlé
kjarnans þarna leita.
8
Síðsamframhent
Heillar fé úr heimasveit
hlíð á blíðum dögum;
fegrar efstan yndisreit
íðilfríðum högum.
9
Víxlalhent
Fagrislagur
Fagnað magnar fríð á hlíð
frjó og gróin jörðin;
gagn og hagnað býður blíð,
bjó þar róleg hjörðin.
10
Frumbakhent
Mína hlýt ég herða ferð;
heillar fögur myndin.
Vart í náðum verður gerð
vizkuleit á tindinn.
11
Síðbakhent
Gangan sækist öruggt enn
urðaróti móti.
Einatt hlutu heiðamenn
höggvinn fót á grjóti.
12
Bakhent
Dvergmálsháttur
Hver, sem ofar á,
einskis metið getur
þótt í fangið fái
fjúk og hretið betur.
13
Frumframhent, síðbakhent
Brattinn hvatti bóndann að
bregða vinnu sinni;
fýsti víst úr flötum stað
fjalls að kynning hinni.
14
Frumsamframhent, síðbakhent
För er snör, þó rokið rammt
reyni fangið stranga.
Kjör ég öruggt hvaddi samt;
kaus mér ganginn langa.
15
Hályklað, bakhent
Fagriháttur
Heimabundinn háa
hnúka-stalla fjalla.
Sveima hyggjan þráa þá
þurfti alla hjalla.
16
Frumframhent, síðframsneitt
Minniskynning mæt og heið
myndum landið skreytir.
Hugarflug um langa leið
ljósum vísum fleytir.
17
Frumframsneitt
Stökur blika strjálar á
stirndum himni kvæða;
ljósavísar -ljóminn sá
leið til dýrra fræða.
18
Framsneitt
Man ég eina sanna sögn,
semgleymist valla:
manni unnust gremju gögn,
griðin þráði fjalla.
19
Alsneitt
Alsneitt
Kvíða réði fleygja frá.
ferðnorðan þreytti.
Traust, og hreysti þróuð þá
þegni dugnað veitti.
20
Frumsamframsneitt, síðframsneitt
Furðu harður háskinn var,
hrjáðu nauðir strangar,
örðug gerðist ganga þar
gegnum ógnir langar.
21
Fráhent
Fráhent
Yfir háar heiðar þá
halur komst um síðir;
feginn leit þar fegri sveit
fáu lengur kvíðir.
22
Skáhent
Skáhent
Skorti fæst á fagurglæst
furðu dýrlegt svæði.
Grösin best og búsæld flest
bjuggu dalnum gæði.
23
Þríkveðið
Oddskipt
Sólin ritar grund við glit
gróðurlitum öllum.
Fuglarómur fagran hljóm
flytur ómi snjöllum.
24
Frumstiklað
Stikla
Gróskan ör að engu spör,
ýtum hygg ég fái
dágóð kjör, sem dýrlegt smjör
drypi af hverju strái.
25
Frumstiklað, skárímað
Strauk með blænum vortíð væn
velli fagurbúna.
Að sér hænir grundin græn
göngumanninn lúna.
26
Frumstiklað, síðhent
Yndi hlúir sýnin ;
sinnið öra hlýnar.
Þar að búa þráir
þegn, unz fjörið dvínar.
27
Frumstiklað, síðframhent
Húsið bezt er hefur sézt,
höllin Öllumstærri
stóð, að flestu fögru mest,
frjóum skógum nærri.
28
Frumhent
Frumhent
Turnum skreytt og trjónum var
traustleg furðusmíði;
unun veitti augum þar
alls kyns litaprýði.
29
Frumhent, frumaukrímað
Móti gesti gengur stillt
guma hópur blíður;
greiða beztan mengið milt
manni hröktum býður.
30
Frumþráhent
Gesti þreyttum þegar var
þá sem kærum bróður
bezti veittur beini þar;
birtist hugur góður.
31
Víxlhent
Víxlhent
Vinskap mildan fyrir fann,
fagnar gæðum beztu.
Líta vildi þegninn þann
þar sem ræður mestu.
32
Víxlhent, frumaukrímað
Fléttubönd
Hans í salinn valda var
vefur greiður manni.
Undi halur aldinn þar
innst í breiðum ranni.
33
Víxlhent, hályklað
Fjöldi rekka er þar í
eigi þröngum ranni.
Öldin þekka, hyggju-hlý,
heilsar göngumanni.
34
Frumaukrímað
Þá er boðin þegni vist
þar, með ríkum höldum.
Þjóðin vildi fregn sem fyrst
fá af löndum köldum.
35
Síðhent
Síðhent
Ýmsir kalla ungan mann
úrkost velja blíðan;
heims að kveðja þröminn þann;
þarna dvelja síðan.
36
Hályklað
Gestur segir fréttir frá
fróni sinna þjóða.
Flesta heldur furðar á
feiknum kaldra slóða.
37
Sléttubönd óbreytt
Kváðu flestir lýðum leitt
lífið hörku-stríða.
Báðu þarna gumar greitt
gestinn kyrran bíða.
38
Sléttubönd frumhend
Þiggur gjarna boðið brátt,
burtu þeygi vildi,
hyggur þarna furðu fátt
friði raska skyldi.
39
Sléttubönd víxlhend
Sléttubönd
Halur aldinn þuldi þá
— þegninn fróði brosti —:
Dalur faldinn mjöllu má
miðla góðum kosti.
40
Sléttubönd hringhend
Blíður þiggðu dýra dvöl,
dvíni styggðin leiða;
síður hyggðu vista völ
vænstu tryggðum eyða.
41
Hringhent
Hringhent
Anda heitum yndi nóg
unaðsreitir geyma.
Seinna leitar þráin þó
þinna sveita heima.
42
Mishent
Mishent
Bernsku kynnum burtu frá
bráða sinnið hvetur.
Heima blíðu haga þá
heiðrum síðar betur.
43
Hringhent, frumbakhent
Heimta vildum, hér það er
hverjum skylda talin,
íþrótt gildger af þér,
gædd með snilld og valin.
44
Þráhent
Þráhent
Vist í inni okkur hjá
yst um sinn skal bjóða.
Fyrst þér svinnir lofstír ljá
list ef kynnir góða.“
45
Oddhent
Oddhent
Maður tjáir þessi þá
þegnum knáu hallar:
„Listir fáar“, sagði sá,
„sýna ég snjallar“
46
Samrímað, áttstiklað
Þó kvaðst góður gestur ljóð
geðs af slóðum bjóða,
vilji óðar– heyra –hljóð
heimaþjóðin fróða.
47
Alrímað
Síhent
Ljóðaþáttur heyrast hjá
hallarbúum skyldi.
Óðarháttum eyra ljá
allur grúinn vildi.
48
Innbrugðið
Brugðið
Prýdd af högu viti var
vísnakviða fögur.
Ljós frá brögum þáðu þar
þeirra tíma sögur.
49
Frambrugðið
Málið kennt og myndum skreytt
mörgum veitti gaman;
orða kynngi eddu-breytt
efnið skeytti saman.
50
Afturbrugðið
Ræða skáldsins hóf þar hátt
hreinna kvæða merki,
æði snjallan orti þátt
andinn fræðasterki.

 

Til baka -o-Draghent