Þriðja ríma – Stefjahrun

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Þriðja ríma – Stefjahrun

 

71
Stefjahrun
Stefjahrun
Eins og hæfir, milda mær,
minnast vil ég þín,
meðan leikur ljóðablær
létt um hugtún mín.
72
Frumframhent
Vikivakalag
Óð um fljóð ég yrkja vil,
ekki vonum fyr.
Hennar enn ég hverf nú til,
hug minn sjálfur spyr:
73
Frumhent
Mun þér annað meira kært?
Meynni gleymdir þú.
Lag um svanna ljúft og skært
láttu heyrast nú!
74
Víxlhent
Öll mín kvæði áttir þú
eina vildarstund.
Sömu glæður sindra nú,
sjáðu, milda hrund!
75
Hringhent
Nú er bjart,því ljóðaljós
leggur hjartað til.
Býst í skart mitt hæsta hrós.
Hugsa djarft ég vil.
76
Framrímað
Svifhent
Glæst er mund af ljósum lokk
læst í huga mér.
Hæst þig ber í fljóða flokk;
fæstar líktust þér.
77
Frumstímað
Bláum augum bjarma frá
blossi logakviks.
Á mig sækir ofurþrá
enn til þessa bliks.
78
Samrímað
Fyllist hörku hugur minn
heims við átök stinn.
Mildur varð ég sérhvert sinn,
sem þú komst hér inn.
79
Samrímað, frumstiklað
Krapphent
Skapið illt varð aftur stillt,
er þú brostir milt.
Trausti fyllt og gott og gilt
gerðist ljóðið villt.
80
Oddhent
Þó ég bjóði, þekka fljóð,
þessi ljóða skil,
síst er óður eins og góð
efni stóðu til.
81
Frumsniðstiklað
Kvæða-gestur ljúfa list
lék með fögur hljóð;
sagði mest í máli fyrst
margt um liðna þjóð.
82
Frumframsneitt
Enn skal minnast aftur hins
eldri tíma frá:
Þjóðir víða valins kyns
vinna löndin þá.
83
Sniðfrumhent
Víða fluttist menning merk
mótuð aldarsnið,
mörgu breytti, stælt og sterk,
stóðst þar ekkert við.
84
Sniðvíxlhent
Gleymt er flest, sem gerðist þá.
Gömlu stefi með
saga flyst, er fræða má.
Fornt um líf ég kveð.
85
Frumþrírímað, frumþrísniðþætt
Menning svinnum vaxa vann;
vakti dáðatrú.
Ennminnum þroska þann
þjóðir hafa nú.
86
Sniðhringhent
Kvæða-sögur kann ég af
klungur-stiga-dal.
Dýrum næga neyzlu gaf
nytja fagurt val.
87
Sniðvíxlframrímað
Hafladalur heitið var
hjörðum-gengið svið.
Eflist hagur aldar þar
arð og farsæld við.
88
Sniðframrímað
Víða gafst í vötnum þar
veiði eigi smá.
Góður fengur fólki var
fæðuskerfur sá.
89
Sniðþráhent
Hörðum stríðir höndum þar
hjarðarfólk við að ná
storðargæðum. Vöskum var
verðugt boðið þá.
90
Síðsniðframrímað
Menn, sem byggðu laufskógs lönd,
lærðu hreystisið;
tömdu bæði hug og hönd
hörðu tökin við.

 

Til baka -o- Skammhent