Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar
Sjötta ríma – Dverghent
131 Dverghent Dverghent |
Bæði tvö ef enn við ættum orð til góðs, rakið skal af þúsundþættum þræði ljóðs. |
132 Frumframhent |
Okkur lokkar ljóðaeldur listum nær, tíðum blíðum vísum veldur viti skær. |
133 Síðtvíþætt Glettulag |
Reisum aftur rímnahátta rofið hof; innið skreyti ástarþátta ofið lof. |
134 Frumhent |
Einn á fönnum Hlynur háði harðan leik, úlfa tönnum ört hinn bráði undan veik. |
135 Innbrugðið Bragarós |
Ýlfurhljóðin sultarsáru söng um blóð grimmdaróðan yfir báru auðnarslóð. |
136 Alrímað |
Snævinn víða villur gengur virðum fjær. Ægihríða stilltur strengur stirður hlær. |
137 Frumstiklað |
Kjaftavotir Gríðar gotar glefsa hart. Færi notast, fremstan rotar frækinn snart. |
138 Frumstiklað, síðtvíþætt |
Rann um snæinn, varla vægir, víða hlíð. Storminn lægir, heldur hægir hríða stríð. |
139 Fráhent Ljúflingsháttur |
Sást þar dalur fönnum falinn, fagnar því hann, sem lengi hefur gengið hættum í. |
140 Fráhent, síðtvíþætt |
Bæ við fjalla-hlíðar halla háan sá. Hlynur þangað þreytir ganginn þá um snjá. |
141 Fráhent, hályklað |
Vera mundi friðland fundið, frækn sem kaus. Gera flokkur burtu brokkar bráðalaus. |
142 Fráhent, síðframrímað |
Hlynur svinnur heim að inni hiklaust fór. Kom til hurðar halur furðu hrikastór. |
143 Fráhent, frumframsneitt |
Höldur gildur vita vildi víst og satt, hver að þar af fjöllum fari firna hratt. |
144 Fráhent, síðsneitt |
Hlynur vá og vanda frá, sem var í för, sannar fréttir flytur létt. Og fær þau svör: |
145 Skáhent |
„Segja lítið hrós ég hlýt um hrakför þá, týnist gát við flas og fát það færðu sjá. |
146 Tvískáhent, frumþvervíxlað |
Hroðagisting, voðavist, þér vetur bjó, hríð við mesan blíðu brest hann beitti þó. |
147 Skáhent, frumaukrímað |
Mein á heiði margur beið og missti fjör. Varma þráðu vargar bráð og veizlukjör. |
148 Þrískáhent |
Inni finni friðar hlynning fólki hjá hann, sem rann um fölar fannir fjöllum á. “ |
149 Misframrímað |
Hinum þakkir hæfar valdi Hlynur þá. Ríku inn frá veðra valdi víkur sá. |
150 Skárímað |
Hrakinn bragn í bæinn fer með bónda þar. Lúnum hvíldin ljúfust er ef langþráð var. |
Til baka -o- Gagaraljóð