Níunda ríma – Nýhent

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Níunda ríma – Nýhent

 

201
Nýhent
Nýhent
Þegar andinn fer á flug
fjarri kröppum heimaranni
vísnagleði veitir dug
vökulöngum kvæðamanni.
202
Framhent, síðaukrímað
Oft í loftið blakkan bar
blikumikinn hríðar þunga.
Ljóðið góða löngum þar
létti þéttum kvíðadrunga.
203
Frumbakhent, síðaukrímað, skárímað
Varð að engu vanda grand,
veittust giftuföng í hendi;
birtu yfir andans land
orðagleðin löngum sendi.
204
Hringhent, bakhent
Oft hjá sveini undi sprund,
engin mein í geði réðu,
stefjagreinir stundum hrund
sterka, hreina gleði léðu.
205
Sniðaukrímað
Man ég það: við lítið ljós
lengi kvölds við sátum bæði,
smáar stökur hlutu hrós,
hóf ég brag í mætu næði.
206
Sniðvíxlhent
Enn, að kveldi örðugs dags
ögn við kvæði mitt ég bæti,
ef að skyldi andi brags
ungum fljóðum vekja kæti.
207
Sniðstímað
Hlýðir brögum heimalið,
hróður slíkan margur dáði. —
Héðin þá og Hildi við
heiðarfarinn þannig tjáði:
208
Fráhent
„Mærin Hildur, minni vild
muntu nokkuð kunnug orðin.
Þú munt, Héðinn, hafa séð
huga minn í gegnum orðin.
209
Fráhent, síðstímað
Allt skal greint og engu leynt,
ann ég þegar fögrum svanna,
mér ef bezta fljóð er fest,
fann ég hérna lánið sanna. “
210
Þríkveðið
Anzar Héðinn: „Ungs manns geð
oft er kveðið festulítið,
skortir dyggðarskíra hygð,
skjótt þið tryggðum beztu slítið.“
211
Frumframsneitt, síðframhent
Hlyn í brún við bóndans tal
brá, þá af svörum skilja:
Þungt og strangt er þetta hjal,
þinn ég finn af slíku vilja.
212
Frumbaksneitt, síðframsneitt
Svarið skýrt mér flyttu fljótt,
fjandskap sýndi þessi ræða,
leysa málið máttu skjótt,
mína von ei þarf að hæða.“
213
Frumsniðstímað, hályklað, síðframhent
Breytiháttur
Héðinn gegnir: „Helzti bráð
hyggjan stygga ræður orðum;
geðið strítt og reikult ráð
reka tekur allt úr skorðum.
214
Oddhent
Skal þess gáð að girndarráð
gefast náðu löngum illa.
Sýn þú áður svinna dáð,
— svo má tjáðar óskir fylla.
215
Hringhent
Enga þróun þrætu hér.
Þegar snjóa losnar skorðan,
fylgdu nógu falslaust mér
fjöll og skóga héðan norðan.
216
Þráhent
ei skerða þrautin þrótt,
þá í ferðum hreystin bjargar,
knáa herðir sæmdin sótt,
sjá þar verðum hættur margar.“
217
Víxlhent
Hlynur svarar: „Vil ég víst,
víðar ferðast yfir markir,
því til farar þeirrar býst
þegar verða grænar bjarkir.
218
Frumhent
Seg mér, Hildur, ef ég á
okkar meir að vitja kynna?“
Svanni mildur svarar þá:
„Sæk í vor til húsa minna.“
219
Síðinnhent
Fór til náða fólkið glatt,
feldi að herðum gerði vefja.
Fyrir dögun drengir hratt
djarfir verða ferð að hefja.
220
Framrímað, síðstímað
Blíðir kvöddu seggir senn.
Síðan ekki vildu bíða.
Skíðavanir skerpumenn
skríða geyst um fjöllin víða.

Til baka -o- Breiðhent