Tíunda ríma – Breiðhent

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Tíunda ríma – Breiðhent

 

221
Breiðhent
Breiðhent
Íslands þjóð, sem átt að geyma
erfðagripi fagra málsins,
vilti þeirra gildi gleyma,
glata þeim á vegum prjálsins?
222
Frumhent
Sérðu ekki að sjóðir dýrir
sóast fyrir ónýtt glingur;
þannig blekkjast þroskarýrir,
þegar fagurgalinn syngur.
223
Víxlhent
Máls og sagna meginþættir
margir sundur brostnir lágu.
Fræði þagna. Frónskar ættir
fánýtt stundargaman þágu.
224
Hringhent
Viltu þínum ljóðalögum
lengur sýna enga hlynning,
eða týna öldnum brögum
öll svo dvíni þeirra minning?
225
Oddhent
Fest í minni, skráð á skinni
skatnar svinnir fræðin hafa.
Enn skal sinna orða kynni,
aldrei linni þessi krafa.
226
Breiðsamhent, áttstiklað
Jafnhent
Meðan kyljur þungar þylja,
þeysibylji loftsins hylja,
hugir yljast innan þilja,
ef þeir viljans rúnir skilja.
227
Breiðsamhent
Breiðsamhent
Runnu lengi skarpt á skíðum
skatnar tveir í fjallahlíðum
eftir fönnum firna víðum
færðum saman storms í hríðum.
228
Breiðsamhent, aukrímað
Langsótt fannst þeim leiðin eigi;
létt þeir fóru greiða vegi;
byljum slegna breiða teigi
bárust um á heiðum degi.
229
Frumsniðstímað, síðstímað
Knáir, engum lúðir lúa,
líta Efstubungu hvíta.
Þá skal Úlfur aftur snúa.
Ýtar daginn þurftu að nýta.
230
Stímað
Dynstíma
Innir Hlynur: „Okkar kynni
ættu að festa vinahættir;
minnumst þess að mörgu sinni
mættu hjálpar slíkir þættir.“
231
Frumstiklað
„Vil ég eigi“, Úlfur segir,
„okkar vinskap láta dvína;
kýs ég feginn að þú eigir
unga Hildi systur mína.
232
Þríkveðið
Faðir minn þó svo að sinni
svari þinni bón með háði,
stríðni ein mun eflaust reynast
orðagreinin sem hann tjáði.
233
Öfugoddhent
Okkar minnumst hlýrra heita,
heilir finnumst öðru sinni,
frægðarvinnan þegna þreyta
þróttarsvinna eflaust kynni.“
234
Fráhent
Seggir greiðir sínar leiðir
síðan runnu í bezta færi,
heimakynni fýsti að finna
fyr en myrkur komið væri.
235
Fráhent, síðstímað
Hlynur skyldu vinna vildi,
varð að bjarga fengnum arði;
frosinn hrein úr hellis leyni
harður ber að föðurgarði.
236
Breiðstikluvik
Breiðstikluvik
Þegar hélt að hlýjum rönnum
hugarglaður undir kveldið,
rekk, sem lengi fór á fönnum,
fagnað var af heimamönnum.
237
Breiðstikluvik, hringhent
Þykir nær úr helju hrifinn
hugumkær og vinsæll drengur.
Ungur hlær við hlaðskafl drifinn
hlaupafær og langt að svifinn.
238
Breiðstikluvik, sexstiklað, vikfjórþætt
Einatt var til voða farið
veiðiskeið á eyðileiðum;
klaka skarað kófi barið
kveifum þar er landið varið.
239
Breiðstiklusíðvik, þríhent, vikstímað
Veiðifengur vel er þeginn;
var nú enginn harmi sleginn;
frið og hvíld í heimagriðum
hlýtur drengur næsta feginn.
240
Breiðstafhent
Breiðstafhent
Seggur margt um sínar ferðir
sagði og líka ráðagerðir
um þá för sem halir hygðust
hefja er Vetri tökin brygðust.

Til baka -o- Stafhent