Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar
Fjórtanda ríma – Valstýft
301 Valstýfa Valstýfa |
Að mér sóttu vetrarvöld, í veðri köld, þar til fljóðið kom um kvöld með kvæðagjöld. |
302 Frumframhent |
Fátt var þrátt um fögur ljóð og furðu hljóð forn í horni harpan góð þá hnípin stóð. |
303 Frumsamframhent |
Glóð í hlóðum glæddir þú og gæfu-trú; ljóða gróða barst í bú, — það bjargar nú. |
304 Frumframsneitt |
Ræður gleðin rík í dag og rýmkar hag. Gerum snarast góðan brag við gamalt lag. |
305 Hályklað, frumsniðstímað |
Svarta hryggð ég hafði snert um hug minn þvert. Bjart í skapi gastu gert, því göfug ert. |
306 Frumstímað |
Skína ljúfu ljósin þín á ljóðin mín. Hlýnar lund við heillasýn, en harmur dvín. |
307 Uppstiklað |
Vængjafráir veiðum á, í vígaþrá, hrædda fugla haukar slá, það Hlynur sá. |
308 Frumstiklað Glingurlag |
Leit hann skjótt að skjölduð drótt um skóginn ótt þangað sótti furðu fljótt og fór ei hljótt. |
309 Hályklað |
Rekkur telur tugi þrjá með tygin blá. Ekki vill hann flýja frá og forðast þá. |
310 Framrímað |
Breiður flokkur rauf þar ró og reið um skóg. Skeiðuðu gotar galdir nóg, en greiðir þó. |
311 Frumbakhent |
Hlumdi jörð við harkaskark og hófaspark. Setti grimmlegt svarkaþjark á svörðinn mark. |
312 Síðtvíþætt |
Ört að Hlyni æddi lið sem iðuskrið, sem því fyndist fátt um grið og friðarsið. |
313 Frumframnáhent |
Skeiðreið fremstur halur hár með harðar brár. Bar þar hetju fákur frár og fótaknár. |
314 Frumbaknáhent |
Heilsaði kalt og kvað þá sá er kunni rjá: „Vopn þín ef að eg má fá þig ei skal slá.“ |
315 Fruminn-náhent |
Mælti hinn: „Minn hugur sízt að hræðslu snýst. Einn ef þú nú koma kýst, því kann ég víst.“ |
316 Frumframnásneitt |
Kvað við slíku seggur svör og sagði ör: „Nú má reyna hvassan hjör og hetjuför. |
317 Misrímað |
Kyrrt því uni allt mitt lið og einir við okkar prófum hreysti hér, það hugnast mér. |
318 Misrímað, fráhent |
Hef ég tíðum stýrt í stríð með sterkan lýð, háska þróað þegnum nóg um þenna skóg. |
319 Sniðhályklað, síðframrímað |
Eftir lögum löngum farið lítið var. Oft ég margt frá brögnum bar úr býtum þar. |
320 Frumhent |
Hart skal ríða hjörinn blái haus þigg á. Hinir bíði samt og sjái sennu þá.“ |