Fjórtanda ríma – Valstýft

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Fjórtanda ríma – Valstýft

 

301
Valstýfa
Valstýfa
Að mér sóttu vetrarvöld,
í veðri köld,
þar til fljóðið kom um kvöld
með kvæðagjöld.
302
Frumframhent
Fátt var þrátt um fögur ljóð
og furðu hljóð
forn í horni harpan góð
þá hnípin stóð.
303
Frumsamframhent
Glóð í hlóðum glæddir þú
og gæfu-trú;
ljóða gróða barst í bú, —
það bjargar nú.
304
Frumframsneitt
Ræður gleðin rík í dag
og rýmkar hag.
Gerum snarast góðan brag
við gamalt lag.
305
Hályklað, frumsniðstímað
Svarta hryggð ég hafði snert
um hug minn þvert.
Bjart í skapi gastu gert,
því göfug ert.
306
Frumstímað
Skína ljúfu ljósin þín
á ljóðin mín.
Hlýnar lund við heillasýn,
en harmur dvín.
307
Uppstiklað
Vængjafráir veiðum á,
í vígaþrá,
hrædda fugla haukar slá,
það Hlynur sá.
308
Frumstiklað
Glingurlag
Leit hann skjótt að skjölduð drótt
um skóginn ótt
þangað sótti furðu fljótt
og fór ei hljótt.
309
Hályklað
Rekkur telur tugi þrjá
með tygin blá.
Ekki vill hann flýja frá
og forðast þá.
310
Framrímað
Breiður flokkur rauf þar ró
og reið um skóg.
Skeiðuðu gotar galdir nóg,
en greiðir þó.
311
Frumbakhent
Hlumdi jörð við harkaskark
og hófaspark.
Setti grimmlegt svarkaþjark
á svörðinn mark.
312
Síðtvíþætt
Ört að Hlyni æddi lið
sem iðuskrið,
sem því fyndist fátt um grið
og friðarsið.
313
Frumframnáhent
Skeiðreið fremstur halur hár
með harðar brár.
Bar þar hetju fákur frár
og fótaknár.
314
Frumbaknáhent
Heilsaði kalt og kvað þá
er kunni rjá:
„Vopn þín ef að eg
þig ei skal slá.“
315
Fruminn-náhent
Mælti hinn: „Minn hugur sízt
að hræðslu snýst.
Einn ef þú koma kýst,
því kann ég víst.“
316
Frumframnásneitt
Kvað við slíku seggur svör
og sagði ör:
reyna hvassan hjör
og hetjuför.
317
Misrímað
Kyrrt því uni allt mitt lið
og einir við
okkar prófum hreysti hér,
það hugnast mér.
318
Misrímað, fráhent
Hef ég tíðum stýrt í stríð
með sterkan lýð,
háska þróað þegnum nóg
um þenna skóg.
319
Sniðhályklað, síðframrímað
Eftir lögum löngum farið
lítið var.
Oft ég margt frá brögnum bar
úr býtum þar.
320
Frumhent
Hart skal ríða hjörinn blái
haus þigg á.
Hinir bíði samt og sjái
sennu þá.“

Til baka -o- Braghent