Fimmtánda ríma – Braghent

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Fimmtánda ríma – Braghent

 

321
Samrímað
Braghent
Hrífa mig úr heimalöndum hrjósturfjöllin,
ég er orðin eins og tröllin,
uni lítt við byggðasköllin.
322
Samrímað, frumframhent
Dunar, funar borgin breið í björtum ljóma,
þar má greina ýmsa óma;
ástarsöng og reiðihljóma.
323
Samrímað, framhent
Var ég þar og fögnuð fann í flokki glöðum,
átti þátt í ærslum hröðum;
ungir sungu á gáskastöðum.
324
Samrímað, frumframsneitt
Brátt mér þóttu fögru fjöllin fjarri vera;
jarðarveldi jökla og hvera,
jarðar grass og hraunið bera.
325
Samrímað, framsneitt
Þangað gengið því ég hef á þessum degi,
heims og glaums af galsavegi,
gleðiráðin þýddist eigi.
326
Samrímað, frumbakhent
Hér á frelsið fósturland á friðarsviði.
Burt frá torgsins ös og iði
einn ég geng — og vélarkliði.
327
Samrímað, síðbakhent
Þó að yrði andinn svalur ofan brúna
leitar hyggjan lúna núna
langt frá grænum búnað túna.
328
Samrímað, bakhent
Kýs ég um, því kostaheima kenni tvenna.
Ofar hyggst ég ennnenna,
eigi fer við mennsenna.
329
Samrímað, frumhent
Neyta vildu virðar gildu vopna báðir,
saman gengu fimi fjáðir,
fullar ætla að reyna dáðir.
330
Samrímað, samhent
Skjálfhent
Öxar þungar ófrið sungu yfir hausa,
stríði þrungið stef tók rausa
stálatungan blíðulausa.
331
Samrímað, aukrímað
Hvor að ynni erju þessa engir sáu.
Djarft og ótt hjá drengjum knáu
dansa vopnin lengi gráu.
332
Samrímað, hringhent
Öllum þótti frekleg furða fimi tveggja.
Heljarþrótt og hugdirfð beggja
hlýtur drótt að jöfnu leggja.
333
Samrímað, sjöstiklað
Sjöþættingur
Stríðs á slóð var hávært hljóð í hrafnajóði,
sylg af blóði borginmóði
bjóst við góðum, nef svo sjóði.
334
Skárímað
Sáu varla vopnaskilin virðar þegar
umráðendur hreystihugar
hjuggust á, því snilldin dugar.
335
Skárímað, sniðframrímað
Hlynur þreytir harkamanninn höggvaþungur,
raunin hörð og háskafengur
honum gefst, því knár er drengur.
336
Skárímað, sniðhringhent
Stigamaður mælti þá í meginvanda:
„Hættum stríði, hetjan reynda
hlýt ég prýðiskjöldinn steinda.“
337
Frárímað
Hlynur gegnir: „Hef ég síst í hug að láta
vopn og sæmdir hér af hendi,
heldur berst ég lífs að endi.“
338
Frárímað, mishent
Segir hinn: „Við sátt og kynni saman bindum,
látum allar erjur niður
okkar falla, batni siður.“
339
Frárímað, hringhent
Slaghent
Hlynur segir: „Seint ég treysti svarramenni,
sáttavegir sundur greinast,
sumir eigi tryggir reynast.
340
Hurðardráttur
Hurðardráttur
Gullið oft á gapaleiðir ginnir skata;
þaðan liggja þröngir stigir;
þessa vegi fáir rata.
341
Hurðardráttur, miðskárímaður
Því vil ég til þrautar okkar þrekdáð reyna.
Gef ég eigi gripi mína
greitt af höndum frjálsum neina.“
342
Hurðardráttur, frumhendur, frumbakhendur, síðstímaður
Skotbending
Mælti hinn: „Ég hals að sinni hlífi lífi,
er liðs með nýtum grúa
níðinglegt við einn að stríða.“
343
Hurðardráttur, frumtvíbakhendur, síðstiklaður
Brotalag
Burt á fákum fótaskjótum fara snarir.
— Finnur Hlynur hópinn vina.
Hermir rétt um atvik þetta.
344
Hurðardráttur, frumþríhendur, miðtvíhendur, lokþríþættur
Þrumulag
Héðinn kveður happslapp þar halur valinn,
stríð hér víða vekur þrekinn
verkaherkinn Rauður sterki.
345
Hurðardráttur, frumþrístiklaður, miðstímaður, lokfjórþættur
Bragagjöf
Veit ég engan vaskan dreng sem varist fengi,
Rauð, því greitt af görpum dauðum
gekkrekkur ekki þekkur.“

Til baka -o- Valhent