Sautjánda ríma – Stuðlafall

Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar

Sautjánda ríma – Stuðlafall

 

366
Samrímað
Þögnin öllum þröngdi bragarháttum
út í hornið gleymsku grátt,
gat ég síðan kveðið fátt.
367
Samrímað, mishent
Nú skal enn á orðum kenna þjóðin.
Bitru stefi, beiskum óð
bætt ég hef í þessi ljóð.
368
Samrímað, framhent
Sál og mál er selt við ýmsu gjaldi.
Allt er falt og erlent vald
ærið fær því tangarhald.
369
Samrímað, frumframhent, bakhent
Kurlað
Þung er sungin þulan stríða víða.
Nú mun yfir níðingslýð
nöpur storma gríðar hríð.
370
Samrímað, frumframhent, bakhent, síðhent
Mikil svik í mörgum anda blandast,
af því líður landið grand
lagt í stríðast vanaband.
371
Skárímað
Hver mun leysa helgar fósturslóðir,
eins og skyldan ákaft bauð,
undan slíkri heljarnauð.
372
Skárímað, frumframsneitt
Látum vita lýðsins fjandmenn anna
hversu þjóðin vernda vill
vé, sem herja ráðin ill.
373
Skárímað, frumþrísniðþætt
Fimmsneitt
Eyða dáðum Ísafoldar þjóðar
þeir sem illu gefa grið.
Geymum betur okkar sið.
374
Frárímað
Stuðlafall
Háði brýndir borgarmenn á stræti
vildu hafa hendur á
honum sem að níddi þá.
375
Frárímað, framrímað
Tvennir sækja tugir þar að einum.
Enn þó verjist garpur gegn
grennist óðum hreystimegn.
376
Frárímað, síðframhent
Skjaldaþröngin skjótt að honum klemmir
böndum hnepptur hann var þá
höndum jafnt og fótum á.
377
Frárímað, mishent
Þegar bragnar þessum fagna sigri,
hópnum stökkur Úlfur að,
undan hrökkur sveit við það.
378
Frárímað, samhent
Böndin skárust burt af Kár í hasti.
Þegninn hár á fætur fljótt
færðist knár og sagði ljótt.
379
Frárímað, frumhent
Greip af einum öxi heini brýnda,
mann til bana harður hjó;
hugðist meira vinna þó.
380
Frárímað, frumhent, síðstiklað
Kvað hann þannig: „Kosta sannarlega
okkar líf mun ærið kíf;
illköld rífi járnin hlíf.“
381
Frárímað, frumþrístiklað, síðþrinnað
Fjölhent
Heiftug drótt með hörkuþótta sótti
hart í bráð á hendur tveim.
Hreystidáðin endist þeim.
382
Frárímað, frumframhent
Þegar vegast þessir menn sem harðast,
þangað Héðins flokkur fer,
feiknleg verksummerki sér.
383
Frárímað, síðframhent
Héðinn mælti: „Hættið ljótu verki,
stríða hríðin ójöfn er,
ýtar nýti sættir hér.“
384
Frárímað, framhent
Lægir bæjarlýður þunga rimmu;
kallast allmjög brýndur brátt,
bráðu háði leikinn grátt.
385
Frárímað, síðbakhent
Sagði Kár: „Þið sýnduð ferðamanni
megna fólsku, mér því er
mótleik skylt að gera hér.
386
Frárímað, síðaukrímað
Veljið einn, sem við mig reyna þori,
ella meiru háði hart
alir verða smáðir snart.“
387
Frárímað, síðstiklað
Þannig semst, og þarna velst úr flokki
þegn, sem átti ærinn mátt.
Eggjar hátt þar kváðu brátt.
388
Frárímað, stímað
Hvorugs iljar hvika neitt úr sporum,
Bláir mætast málmar, þá
ei lokin fyrir sjá.
389
Frárímað, síðþráhent
Léku þeir svo langa hríð af snilli.
Fast var kíf af grimmum gert.
Gnast í hlífum stálið bert.
390
Frárímað, hringhent
Hlynur starði stíft á borgarþegninn;
segginn harða þekkti þann
þar, sem barðist fyr við hann.

Til baka -o- Vikhent