Lagboði 32

Eins og fjalla efst frá tindum

Breiðhent – vísa 1 og 2 víxlhendar, 3 og 4 hringhendar

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
7. ríma, vísur 12-15

Eins og fjalla efst frá tindum
ógurlegur klettur riðar
sem í falli frárri vindum
foldarvega sundur niðar.

Með sér skriðu djúpa dregur
dynur í slögum þyngsla megnum
höggur niður og holund vegur
hlíðar fögur brjóstin gegnum.

Úr hans brotum eldur stökkur
engu notast kyrrðarstaður
smalinn rotast hjörðin hrökkur
hræðist lotinn ferðamaður.

Jörðin grætur hristist heimur
hrynur um stræti bjargið þétta
uns það mætir eikum tveimur
sem allar rætur saman flétta.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Loftur Bjarnason kenndi)
Stemma: Úr Strandasýslu. Loftur Bjarnason.

Til baka -o- Lagboði 33