Háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar
Nítjánda ríma – Afhent
411 Afhending Afhending |
Ennþá hefur okkar bragur aukið gaman, er við bæði sátum saman. |
412 Frumframhent |
Meira heyra máttu nú af mærðargreinum gerðum handa okkur einum. |
413 Framhent |
Hrósið ljósa hef ég oft í háttum greipað, ýkjulíking enga geipað. |
414 Frumframsneitt |
Gleðin kvæðin gerir öll úr garði lundar, koma þau til kætifundar. |
415 Framsneitt |
Stefin svífa stundum geyst á stuðlaflugi, ótt og títt um okkar hugi. |
416 Frumtvíframhent, síðframhent |
Engan drengur annan svanna áður hitti, sem að fremur stundir stytti. |
417 Frumtvíframsneitt, síðframsneitt |
Satt og rétt á síðum blaða sérðu núna hæfislofið bragarbúna. |
418 Bakhent |
Hróður nýjan hefja þar um Hildi skyldi. Garpa sjá hún ekki gilda vildi. |
419 Baksneitt |
Mærin kvíðin mátti líta mjöll á fjalli, óttast hún að illa falli. |
420 Sniðstímað |
Haustið yfir heiðar fló með hörðum gusti, fast og strítt að fólki þusti. |
421 Stímað |
Hnúkar allr huldust loksins hvítum dúkum. Fjúkið rann í mökkum mjúkum. |
422 Stiklað |
Fagurpellið fauk af trjám að földum velli. Blómin hrellir óvæg elli. |
423 Framrímað |
Safnast vargar svangir þá og sjást á gægjum, hrafnar fljúga heim að bæjum. |
424 Hringhent |
Stormur hafði sterkleg tök og stæltan anda. Vetur krafðist valds og landa. |
425 Aukrímað |
Rammur Svali galdur gól í giljum fjalla. Kuls í stuðla kyljur falla. |
426 Þráhent |
Loftið heiða leyfði sprundi langsýn gnóga; oft á breiða skyggnst var skóga. |
427 Frumhent |
Hrundin fríða horfði kvíðin heiman löngum; sagnafá í sínum öngum. |
428 Samhent |
Svanni feginn seint á degi sá nú ríða menn um vegi hvítra hlíða. |
429 Frumhent, síðstiklað |
Gumi sést á gráum hesti gæddur prýði, kappinn ríður fremst hinn fríði. |
430 Fimmstiklað Netthent |
Átti hrundin fagnafund í fögrum lundi. Þeirri stund hún allvel undi. |