Tístransrímur kveðnar
Hér eru upptökur frá tónleikum nokkurra félaga úr Kvæðamannafélaginu Iðunni frá Kex Hostel þann 19. nóvember 2016, þar sem þeir kveða Tístransrímur eftir Sigurð Breiðfjörð. Rímurnar eru fluttar í styttri útgáfu og gerði Rósa Þorsteinsdóttir útdráttinn þannig að öll sagan heldur sér.
Hér má hlusta á aðfararorð Rósu Þorsteinsdóttur. 00-Aðfararorð
Margir þekkja eða hafa heyrt um miðaldasöguna af Tristan og Ísold en þar segir frá þeim skötuhjúum sem geta ekki annað en orðið elskendur eftir að hafa óvart drukkið ástardrykk. Sagan sem Sigurður Breiðfjörð yrkir rímurnar eftir á auðsjáanlega rætur í þessari miðaldasögu en víkur frá henni í mörgum hlutum. Sagan kom út í Osló (þá Kristianíu) árið 1775 og þó að standi á titilblaðinu að hún sé þýdd úr þýsku er hún áreiðanlega frumsamin á norrænu máli, norsku eða dönsku (sumir fræðimenn halda að hún sé íslensk). Sagan var oftar en einu sinni þýdd yfir á íslensku en Sigurður orti rímurnar ekki eftir þýðingu heldur beint eftir norsku/dönsku sögunni. Helsti munurinn á þessari sögu og miðaldasögunni er sá að þær gerast ekki á sömu stöðum, miðaldasagan gerist á keltnesku svæði, Ísold er írsk prinsessa og Tristan kemur frá Cornwall í Englandi, en hér kemur Tírtran frá Frakklandi og Indíana er prinsessa í Indíu. Langstærsti munurinn er þó sá að hér verða þau aldrei elskendur, jafnvel þó að þau drekki ástardrykkin og verði óstjórnlega ástfangin, er lögð mikil áhersla á tryggð við eiginmann og kóng.
Það voru einmitt þessar rímur sem Jónas Hallgrímsson notaði sem dæmi um vondan rímnakveðskap í sinni frægu Fjölnisgrein sem út kom árið 1837. Jónas gagnrýndi bæði kvæðaefnið og kveðskapar málið og [glæra] satt er að skáldskaparmálið er mjög fyrirferðamikið í rímum Sigurðar. hér eru dæmi um heiti og kenningar um kóng, –– og [glæra] konu. Við vinnu mína við að stytta rímurnar tók ég þó oft eftir frábærri notkun á kenningum, þar sem þær féllu vel að efninu.
Sýnd fyrsta vísan sem kveðin er með bragarhætti, merktum ljóðstöfum og rími og nafn kvæðakonu eða –manns + smá efnisútdráttur.
Flytjendur eru Bára Grímsdóttir, Ingimar Halldórsson, Ólína Þorvarðardóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Steindór Andersen, Þorsteinn Magni Björnsson, Þuríður Guðmundsdóttir
1. ríma ferskeytla
Alfon konungur Spánar missir konuna og er barnlaus. Tilkynnir að annað hvort Rauðrekur eða Tístran muni erfa ríkið. Tístran er hetja og Rauðrekur öfundsjúkur. Kúnkvín Kínakóngur, heitmaður Indíönu, skorar Alfon á hólm.
- Tímann sama sem um kveð
sæmdur ránareldi
auðnu tamur Alfon réð
öllu Spánarveldi.
- Ærið þunga ánauð þó
öldin mæta kenndi:
konungs unga drottning dó
dögling grætur kvendi.
- Hét því vinum- lundur -lands
lóna elda mildi lundur lónaelda: maður
að einn systkinaarfi hans
eignast veldið skyldi.
- Alfons bróðir einharður
Aragóníu mátti
stýra rjóður Reinharður.
Rauðrek son hann átti.
- Sá til Spánar sendur var
sjóla Reinharðs mögur. mögur sjóla: kóngssonur
Hvaða lán að honum var
hér frá greina sögur.
- Sjóli Spánar systur á sjóli: kóngur
er sólin Rínar skreytir Rínar sól: gull
fossamána fögur gná fossamána gná: kona
Filippína heitir.
- Sú var játuð jörðin gulls jörðin gulls: kona
jarli Búrgúndía,
Róbert, kát og fékk til fulls
förgun sorgar hlýja.
- Róbert átti rósu við
röðuls fríður gjallar rósa röðuls gjallar: kona
með tigna háttum tiginn nið, niður: sonur
Tístran lýður kallar.
- Frægð og gefna fegurð ber
funa grérinn hranna, grér hrannar funa: maður
karlmannsefni að hann var
ætla ég mér að sanna.
- Tístran kveður föður frí
og freyju mána síkis freyja mána síkis: kona
leiðir treður þaðan því
þá til Spánarríkis.
- Kóngur skynjar það og þjóð
að þokkafullur gestur
þar sem dynja hlífahljóð hlífahljóð: vopnagnýr
helst sé framamestur.
- Um Rauðrek hinn með sanni, svinn svinn þjóð: heiðarlegt fólk
sagði þjóð á láði
honum finnast fátt um sinn
frænda góðan náði.
- Tístrans gat ei heyrt á hól
í hljóði spart nam kvarta,
bölvað hatur öfund ól
í hans svarta hjarta.
- Tístran skeytti tryggð og sátt,
tal má þar um gera,
aldrei breytti á annan hátt
en sem bar að vera.
- Þarf ég latur þessa tíð
þar að hvata orðum:
Alfon sat og öldin fríð
yfir matarborðum.
- Inn á hallar gólfið gekk
gestur snúðuglegur
hann að lallar hilmis bekk hilmir: kóngur
hramma skrúða dregur. hramma skrúði: hanski
- „Við þig brýn ég erindi á,
Alfon stjóri hringa: stjóri hringa: kóngur
sendur Kínakóngi frá,
Kúnkvín, fór ég hingað.
- Hans er meining eigi ill
á ég þér að segja:
sig hann reyna við þig vill
svo völdum gerir fleygja. fleygja völdum: missa völd
- Hann hefur fest með hótin góð
handar lindi fanna lindi handar fanna: kona
keisarans mesta, Mógols, jóð jóð: barn
meyblóm Indíanna.
- Lindaman um lind og stig lindaman: kona; lind og
lindir kjóla skreytir stig: sjó og land; lindir
Indíana yndislig kjóla: konur
Indíasólin heitir.
- Fyrir að sofa seims hjá hlín hlín seims: kona
svo ei lánið felldi
hefir hann lofað hausi þín
henni og Spánarveldi.
- Nú er að svar sóma með
svo sem þér ég tjái,
eg svo bera andsvarið
aftur bera fái.“
- Hér við rekkur hefta vann
hjalið sagnaríka.
Skal ég ekki eins og hann
eiga að þagna líka?
2. ríma hringhenda
Tístran heyr einvígið við Kúnkvín, drepur hann er særist. Indíana syrgir Kúnkvín en segir að sverð hans hafi verið eitrað. Finnur brot af sverði Tístrans. Enginn getur grætt sár Tístrans.
- Þá með ólund óður svaf
er ég gól þar fregnir:
Tístran stóli stendur af
stoltu fóli gegnir:
- „Seg þú vorum sjóla frá: sjóli: kóngur
Sjá vér þorum manninn
í hetjusporum hólminn á
hann vér skorum þanninn.
- Að morgni hér ég mæti fant
meiðist herjansvoðin
hanska af mér þú haf í pant.“
Hinn þá fer með boðin.
- Þegar dagur hækkar hýr
Hárs með fagrar skímur skímur Hárs: vopn
út að draga brátt sig býr
bruna lagar Grímur. Grímur lagar bruna: maður
- Tístran bar til farar fær
Fornólfsskar og ríti Fornólfsskar: sverð; ríti:
úr marmara skyggður skær skjöldur
skjöldurinn var hinn hvíti.
- Knúði fríðan hófahjört hófahjörtur: hestur
um hringa- Síðhötts –strindi hringstrindi Síðhötts: jörð
eins og hýðist elding björt
undan gríðar vindi.
- Fyrir stendur Kúnkvín knár
knúði rendur glæstar
hafði um benda burtstöng þrár
báðar hendur læstar.
- Lengri saga ei frá því fer.
frægir bragar geira bragar geira: menn
sverðin draga báðir ber
blakka óraga keyra. blakkur: hestur
- Hestar þjóta um léttan leir
lipurt fótum beita.
Stangir brjóta bragnar tveir bragnar: menn
við bæsingsmótið heita. bæsingur: sverð
- Kúnkvín þrífur kesju blá
að korða stífur færi
skjöldinn klýfur allan, á
eggin svífur læri.
- Tístran dreyrastokkinn stóð dreyrastokkinn: blóðugur
stundi leirinn Hildar leir Hildar: vígvöllur
reiddi geirinn mjög af móð geir: sver
maður óeirinn snilldar.
- Kúnkvín ramur röndu vals vals rönd: hönd
reiddi gram hinn harða. gramur: sverð
En við sama hestur hals halur: maður
hrasa nam til jarðar.
- Hinn í ímu svoddan sá íma: bardagi
sem vill glímu flýta
svo holdmímir herðum frá holdmímir: sverð
hausinn tímir bíta.
- Endir varð á vígum þar
vörn ei sparði friðinn
því Hárbarður hrænaðar Hárbarður hrænaðar: maður
hneig til jarðar liðinn.
- Tístan ríður þangað þá
þegar á lýða fundi
hausa snýður föntum frá
flöt vígríður stundi. vígríður: orustuvöllur
- Skipum náðu nokkrir þar
nú var ráð að fara
út á láðið löngunnar láð lögunnar: sjór
lögðu í gráði vara.
- Kappar þá til keisarans
Kúnkvín dáinn báru
dýrust sá það dóttir hans
döpruðust bráar kláru.
- Flóðu um klæðatróðu tár klæðatróða: kona
týndust gæði friðar
skoðar hæðin hringa sár hæðin hringa: kona
hnigins klæðaviðar. klæðaviður: maður
- Brot eitt fann af sverði senn
sem hún vann að geyma.
Talar þannig því við menn
þulu Glanna feima: feima Glanna þulu: kona
58 „Ber ei fengin sár á sér
sá er dreng nam vega?“
Játar mengi en jörðin tér
japaengja þegar: jörð japaengja: kona
- „Hann ei verður harmafrí
hér af sverðamorðum
Kúnkvíns sverð því eitri í
eg nam herða forðum.
- Veit ég reyni víga þann reynir víga: maður
voðameinin hræða
ég kann ein en enginn mann
annar svein að græða.“
3. ríma afhending
Tístran fer til Indíu og Indíana læknar hann án þess að vita að hann er banamaður Kúnkvíns. Tístran stingur upp á að Alfon biðji Indíönu og fer í bónorðsförina.
- Í salnum lá við sjóarströnd það söng ég fyr um
Tístran nærri dauðans dyrum.
- Fóstri hans nam hjúkrun veita hjartagóður
eins og besta barni móður.
- Úti þegar hann er á kreiki einhvern daginn
farmenn enska fann við sæinn.
- Talar hann um Tístrans neyð við týra korða. týra korðar: menn
Þá nam taka einn til orða:
- „Að Indialandi ef hann vill með okkur fara
honum bætist heilsan rara.
- Mógols dóttir merkileg hann mundi græða
af honum hreinsa eitrið skæða.
- Á mánuð hverjum mærin gjörir marar vitja
í fjöruna þar sjúkir sitja.“
- Tístran þetta tekur ráð, á trönu strengja strengja trana: skip
borinn er til dýrra drengja.
- Laufatý á landið síðan lýðir bera laufatýr: maður
sjúkir menn hvar setu gera.
- Eftir fárra daga dvöl að dýrum vana
ung þar kemur Indíana.
- Frúin Tístran finnur þar á fjörustorði
og innilega á hann horfði.
- Halinn spurði haddalofn svo heyrði mengið halur: maður;
hvar þau sár hann hafi fengið. haddalofn: kona
- „Enskur maður er ég,“ náði ansa hinn fríði,
„og fékk mín sár í frönsku stríði.“
- Manninn síðan makar smyrslum Mornin fata. Morn fata: kona
Tístran kenndi bráðan bata.
- Síðan þaðan sigla lætur sæmdafrekur;
Spánarveldi Tístran tekur.
- Gleðin náði guma allra geðið fylla
en Rauðrekur sér undi illa.
- Morgun einn svo tiggi talar Tístran viður: tiggi: kóngur
„Borg og ríkið býð ég yður.
- Þess ég manni engum öðrum unni betur.“
Tístran svarað gylfa getur: gylfi: kóngur
- „Boðin ekki þigg ég þín að þessu sinni,
ræsir, hlýð þú ræðu minni. ræsir: kóngur
- Giftu þig með góðu ráði, gylfi, aftur
ungur bæði og allvel skaptur.
- Indíana er sú mær er allir hrósa
hana skyldir, herra, kjósa.“
- Þagnar kóngur. Þvínæst ganga þeir til borða.
Þengill tekur þá til orða: þengill: kóngur
- „Hver vill gera framaför af flokki manna
á einum knör til Indíanna?
- Þangað færa bónorðsbréf ég beiði þegna.“
Rauðrekur nam gylfa gegna:
- „Engan mann ég þar til þekki þéntan betur
frændi Tístran farið getur.“
- Ansar kóngur: „Illmannlega orð þér fara
Tístran frá því vil ég vara.
- Síðan Kúnkvín Fjölnir felldi Fróðasagna Fjölnir Fróðasagna:
vinum mun þar varla fagna.“ maður
- Tístran þá af stóli sté við stilli tjáði: stillir: kóngur
„Best er að fylgja Rauðreks ráði.“
- Síðan lætur seggi binda segl við húna
og heldur fram á hafið brúna.
- Getum hins að Tístran tók með tignarstandi
eina höfn á Indíalandi.
- Þekkti enga leið um landið listadrengur
einn hann nokkuð áfram gengur.
- Heyrir Tístran hark og blástra hræðilega
nálgast sig um víða vega.
- Skrímsli eitt hann skríða sá með skrokki ljótum
móts við sig á fjórum fótum.
- Hafði að framan hryssu mynd og höfuð hvala
afturmjótt með hálum hala.
- Skeljum þótti skrokkur allur skrýddur vera
sem engar máttu eggjar skera.
- Tístran sig til varnar vildi vaskur búa
ei var kostur undan snúa.
- Svo ég geti forðast fár af freku vætti
rímunni ég heldur hætti.
4. ríma stikluvik þríhent
Tístran banar dreka í Indíu, en er nærri dauður sjálfur. Indíana finnur hann og læknar, en uppgötvar að hann hefur drepið Kúnkvín. Faðir hennar tekur bónorðinu og móðir hennar fær henni ástardrykk.
- Tístran áðan flýði frá
fælin kælan Glumru Glumru kæla: hugur
Hrings- Gangráðar –huglu á hringshugla Gangráðar: jörð
hann ódáðaskrímslið sá.
- Tveimur mundum færði flein fleinn: sverð
fríður á síðu vargi
fjöðrin sundur hrökkur hrein
Hárs sem tundur mætti stein. Hárs tundur: sverð
- Tístran sleppti tvíbyrðing tvíbyrðingur: sverð
tók og vildi flýja,
skrímslið kreppti hala í hring
honum eftir sig um kring.
- Ekki linur álmatýr
einum steini kastar
ofan í gin, en ærist dýr
og með hrinum blóði spýr.
- Með undra skræki ærist stór
illur villu dreki
að sér krækir álmaþór álmaþór: maður
en hann mæki spenna fór. mækir: sverð
- Undir vargi verður sá
vafurs sævar hlynur vafurs sævar hlynur: maður
þrotinn bjargar byltast má
blóðs í arga spýju þá.
- Undir hramm í hjartað rak
hjörinn verinn sörva hjör: sverð; sörva ver: maður
skrímslið ramma þoldi þjak
þykkur skammardreyrinn lak.
- Tístran veit ei til sín þá
tíma síðan langa.
Dýr af þreytu doðna má
dautt á heitum velli lá.
- Við nær mætur vakna fer
vart sig hrært hann getur
að standa á fætur fær ei er
flyðrusætis mána Grér. flyðrusætis mána Grér: maður
- Lækjar belti lítið hér
Lóðins fljóðið yfir Lóðins fljóð: jörð
vatni hellti, böl sá ber
bragning velti þangað sér.
- Ofan í lækinn lagðist þá
lætur hitann svía,
á hann sækja öngvit þrá
eyðir mækja þannig lá. eyðir mækja: maður
- Hins má geta hýr á brá
hrundin Indíana
skóginn fetar fögur á
fylgja lét sér vífin smá.
- Skrímslið fallið fyrir ber
fínar sjónir meyja
skrúða snjalla Skögul sér Skögul skrúða: kona
skógurinn allur brotinn er.
- Lækinn viður líka hvar
lítur hvítur svanni svanni: kona
eins og liðinn liggur þar
Lóðinn skriðu dalneyðar. Lóðinn skriðu dalneyðar: maður
- „Mér er grunur leynist líf
lúð í prúðum kappa
stríðskempuna hulda hlíf
heim því munu færa víf.“
- Kerlaug síðan kvendið bjó
kvisti rastarmána kvistur rastarmána: maður
hugarkvíði honum dó.
Hraustur smíðar ræðu þó:
- „Þér ég ríkar þakkir vinn
þykir ei mikið skorta
ef drekaflíka Freyja svinn drekaflíka Freyja: kona
fægir líka brandinn minn. brandur: sverð
- Hún að stundu hreinan þá
hjörinn gjöra náði. hjör: sverð
Skafla mundar Skögul sá Skögul skafla mundar: kona
skarð í Þundarljósi blá. Þundarljós: sverð
- Skipti litum, bliknar brá
brúðar snúðuglega.
Sínum vitum í hún á vit: hirslur
Óðinshita stykkið smá. Óðinshiti: sverð
- Grundin vella við það bar, vella grund: kona
vandi að höndum kemur,
það við féll sem vonlegt var.
Vífið hrellist, gefur svar:
- „Banamaður Kúnkvíns knár
kenni ég sannarlega
þrábölvaður öll þín ár
ertu naðareynir þrár. “ naðareynir: maður
- Tístran baði frá nú fer
forðast borða Þrúði borða Þrúður: kona
gekk í staðinn hallar hér;
hilmir glaður við hann er. hilmir: kóngur
- Bréfin lánar best með skil
á bóli stólkonungi
og um mána brúar Bil mána brúar Bil: kona
beiddi Spánarkóngi í vil.
- Lætur kalla lofðung snar lofðung: kóngur
ljósa rósu vatna. vatna ljósa rósa: kona
Gekk til hallar, grátin var
Gíma fjalla dalneyðar. Gíma fjalla dalneyðar: kona
- „Þú ert kjörin,“ kóngur tér,
„krónu Spánarríkja
drottning rör, en satt ég sver
svoddan för þín líkar mér.“
- Horn eitt færir móðir mær
með sér biður flytja:
„Ef af hér nærast hjónin kær
hitinn skæri ástar grær.
- Alfon láttu því með þér
þekkan drekka mjöðinn
kærleiks mátt hann með sér ber
milding dátt þú unna fer.“ mildingur: kóngur
5. ríma skammhenda hringhend
Indíana og Tístran sigla til Spánar og drekka ástardrykkinn óvart. Verða ástfangin en Indíana vill halda heit sitt við Alfon.
- Indíana meyjum meður
á mæri svana blátt svana mæri: sjór
fram á Grana gjálpar treður gjálpar grani: skip
gladdi hana fátt.
- Tístran fer á fleyi öðru
fjarri vera má.
Áfram ber svo neglu nöðru neglu naðra: skip
náhvals skerin á. náhvals sker: sjór
- Logn á sjóinn læt ég færa
ljóma tjáir heið
enginn má sig hótið hræra
Hlés um bláa leið. Hlés leið: sjór
- Borðasvani bindur strengur borðasvanur: skip
byrinn vanar lýð,
upp á Grana elju gengur Grana elja: land
Indíana fríð.
- Fylgdu kvendi menn og meyjar,
sem meina kenndi und,
hún svo vendi um vegu eyjar
varminn brenndi sprund.
- Drykkjar beiðist mæt af meyjum
Mornin heiða orms. Morn heiðar orms: kona
Bátur leiðist fram að fleyjum
fjarri neyðum storms.
- Galmei finnur horn með hendi Galmei: þerna Indíönu
happa vinnu fjær.
Tístran inn með ungu kvendi
Óms að kvinnu rær. Óms kvinna: land
- Teygar þrungin Indíana
öl að lungna bekk, lungna bekkur: magi
síðan þunga Gunni Grana Gunni þunga Grana: maður
Grím hin unga fékk. Grímur: drykkjarhorn
- Leifar hennar þambar þyrstur
Þráinn brennu sjós, Þráinn brennu sjós: maður
hornið nennir tæma ótvistur
trúrri senn með drós.
- Ástar kenndi Indíana
er oft til bendir meins
elskan brenndi innan hana
á ungum sendi fleins. sendir fleins: maður
- Tístran fríði huga hrelldur
horfði á blíða snót
logaði á skíðum ástareldur
um yndishlíða rót.
- Fallast bæði í faðma hvítu
flúði mæðan þá.
eyjalæðings elda nýtur Óðinn eyjalæðings elda: maður
Óðinn ræðir sá:
- „Ást þér seld á unni og löndum
eg það hrelldur finn
mínu heldur hjarta í höndum
heit sem eldurinn.“
- „Meður vansa má eg játa,“
meyjan ansar hýr,
„allir sansar eins mig láta,
unnarkransa Týr. unnarkransa Týr: maður
- Drykkur okkar ástum veldur,“
auðs nam Hlökkin tjá, auðs Hlökk: kona
„því mig lokkar elsku eldur
á þér þokka fá.
- Þig ég kæran hef af hjarta,
hringa mæri Grér, hringa mæri Grér: maður
en vora æru að vakta bjarta
vil ég læra hér.
- Ég er kvinna konungs Spánar,
þó kvíða finni mey,
ástar minnar megin lána
má ég svinnum ei.“
- Hætti rómi vífið vitra
væn um sóma bjó.
Við þann dóminn Tístran titrar
talar frómur þó:
- „Þungt er að hlýða þessum boðum
þjáir kvíðinn mig,
að sjá þig skrýðast sængurvoðum
sjóla, prýðilig.“
- Leggst nú hann við frúar fætur
fleira bannað er,
hvort í annars örmum grætur
elskan sanna sker.
- Sambúð enda fær við frúna
fleinabendir þá. fleinabendir: maður
Byrinn sendist nægur núna
náhvalsstrendur á. náhvalsstrendur: sjór
6. ríma oddhenda
Indíana og Tístran sigla til Spánar og hún giftist Alfon. Rauðrekur baktalar Tístran. Stríð við Valdemar hertoga af Astúríu og Herant son hans þar sem Tístran og Rauðrekur berjast.
- Vindar þráir höf um há
húnamái eltu húnamár: skip
reiðann slá en rárnar þá
römbuðu af sjávar veltu.
- Stundi röng við strauma þröng röng: band
stormar göng um voga
háðu söng við seglin löng
svignar stöng í boga.
- Byrsins þrána ei varð án
öld á gránafrónum. gránafrón: sjór
Velti Rán að veldi Spán
vatna fránu ljónum. vatna ljón: skip
- Alfon sér hvar flotinn fer
fram að veri gengur,
þar atker að botni ber
bundinn er við strengur.
- Tístran færir tiggja mær tiggi: kóngur
trúr með æruhóti.
Sútin grær en hilmir hlær hilmir: kóngur
hal og kæru móti. halur: maður; kæra: kona
- Tístran þjáir hugraun há
hvar sem náir skunda
samt hann má í húsi hjá
hjónum ávallt blunda.
- Rauðrek á ég minnast má
mjög hann þjáist trega
illum lá í andarkrá andarkrá: hugur
öfund þrásamlega.
- Þessar tíðir fregn ófríð
um frónið víða gengur:
Kóngi lýða er stefnt í stríð
stál úr hýði gengur. stál: vopn; hýði: slíður
- Af Astúría byggðum bý
bræður því sem valda
með þúsund tíu tvisvar í
tyrfingsgnýinn halda. tyrfingsgnýr: sverð
- Hertogi var sá völdin bar
Valdemar hinn sterki
Herant þar hans hlýri snar hlýri: sonur
Hildar larar serki. Hildar serkur: herklæði
- Tístran fer með heimaher
holdmímir að reyna holdmímir: sverð
ríður frera fingra ver fingra frera ver: maður
fylking hér með eina.
- Eins Rauðrek var ætlað þrek
ekki sekur þaðra
fram hann tekur fleinn þar lék
fylking hrekja aðra.
- Herant mót hann spennir spjót,
springur þjótur horna, þjótur horna: lúðurþeytari
skelfur grjót þar glymja klót klót: hluti af sverði
og Granasnótin forna. Granasnót: jörð
- Herant skeið að Rauðrek reið
rögum eyðist kæti
hestinn sneið, en hrakinn beið
hann með neyð á fæti.
- Ekki getur flúið fet
fleins sá hvetur storma, fleins stormur: orusta
fallinn setja í læðing lét láta í læðing: binda
Loka fleta orma. Loki orma fleta: maður
- Valdemar á velli þar
virða snara felldi virðar: menn
hendur bar alblóðugar
Blindviðs skar með eldi. Blindviðs eldur: sverð
- Tístran fann í hernum hann
hvata mannagröndum,
báðir hvata brynþvarann brynþvari: sverð
blóðrauðan í höndum.
- Tístran ýfir óðum kíf
eggjar fífu þanninn
sundur skífir hjálm og hlíf
heilaklýfur manninn.
7. ríma stuðlafall mishent
Tístran vinnur stríðið og bjargar Rauðreki en Rauðrekur reynir að svíkja hann. Rauðrekur lætur mann njósna undir rúmi Indíönu.
- Blóðrautt Tístrans tundur lýsti Hrofta Hrofta tundur: sverð
sundur gnísti brynjur blá
blóði fnýstu sárin þá.
- Hann svo lengi holund flengir mengi
þjóðin gengur hans á hönd.
Hjúpar drengur sáravönd. sáravöndur: sverð
- Sá sem veldur sigri í feldi Grana feldur Grana: brynja
skóginn heldur einn fram á
er að kveldi dagur þá.
- Herant var með hinum þar á stræti,
en Rauðrekur ýtum hjá ýtar: menn
illa sekur, bundinn lá.
- Tístran á með ákefð þá hann kallar:
„Lífið má ég láta hér
láttu sjá þú bjargir mér.
- Þeir mig hengja, það er engin gáta,
nema ef fengir, frændi minn,
frelsað dreng í þetta sinn.“
- Tístran hraður hleypur að í þessu
tvíeggjaðan tyrfing dró tyrfingur: sverð
til hrænaða Gauta sló. hrænaðar Gauti: maður
- Rauðreks fjötur risti ötul hetja
sverði með og síðan þá
sundra réði bragna þrjá. sundra: drepa; bragnar: menn
- Hinir sækja hraustan mækjabraga mækjabragi: maður
Rauður mein ei ratað gat
réttum beinum latur sat.
- Kappinn mæðist, margir klæði og viði
hrottann báru bláan þá hrotti: sverð
búið fárið sá hann þá.
- Rauðrek viður ræddi Sviðrir klæða: klæða Sviðrir: maður
„Stattu á fætur fyrr en hér
fallast læt ég sverðið mér.“
- Ekki hrærist hrikinn ærulausi
glotti ljótum grönum við
geiranjót þá sótti lið. geiranjótur: maður
- Loks á veldi lýðir felldu kappa veldi: jörð
tók að binda þegninn þjóð þjóð: menn
þrællinn synda nú upp stóð.
- Og með hinum ærulinur dári
fallinn bindur frænda sinn.
Fór að mynda ræðu hinn:
- „Illa raunar oft þú launa þykir
hjálp og dáð sem hlaustu af mér.“
Hinn forsmáði aftur tér:
- „Nú hefur drengur nógu lengi að sinni
konungs blíða faðmað frú,
fær að bíða vinnan sú.“
- Tístran við sér velti sniðuglega
handaböndin skjóminn skar skjómi: maður
skeinuvöndinn þrífur snar. skeinuvöndur: sverð
- Og af Herant hausinn skera náði
frægur stendur fætur á
fýsti hendur verja þá.
- Hinir flýja firðar gnýinn sverða firðar: menn
eins Rauðrekur undan snýr
ærið sekur málmatýr. málmatýr: maður
- Honum náði Hnikar sáða Kraka Hnikar sáða Kraka: maður
slengdi hauður illum á hauður: jörð
eins og dauður lá hann þá.
- Tístran gegnir: „Trúa, þegninn, máttu
nú er dauðadagur þinn,
dyggðasnauði svikarinn.“
- Hausinn lagði lymskubragði meður
kauðinn þá í kné á hal halur: maður
klökkur náir vekja tal:
- „Á valdi þínu er velferð mín og lífið,
hugarspaki geiragrér, geiragrér: maður
Guðs fyrir sakir vægðu mér.“
- Tístran stansar, tók að ansa fóla:
„Ekki nenni eg um sinn
að þér spenna brandinn minn.
- Þó átt, kauðinn, kaldan dauða skilinn
en að níðast á þér hér
engin prýði þykir mér.“
- Því var miður þrællinn griðum náði.
Síðan báðir halda heim
herinn náði fylgja þeim.
- Rauðreks hrekki ræsi ekki sagði, ræsir: kóngur
Tístran dyggur, því um það
þræll ódyggur manninn bað.
- Skömmu síðar skömmin níðingslega
sviftur prýði sálu í
svika smíðar ráðin ný.
- Keypti mann sem kúra vann í leyni
oft í húmi æruspar
undir rúmi drottningar.
- Kauðinn bað hann blauður það að vakta
hvort ei fýsti faðma sprund
frægan Tístran, næturstund.
8. ríma skothenda
Tístran krýpur við rúmstokk Indíönu sem sefur. Rauðrekur neyðir hann upp í rúmið og kallar á Alfon. Þau eru dæmd til dauða.
- Eftir ráðum Rauðreks þá
reifaður svika skýlu
auli smáður undir lá
Indíönu hvílu.
- Eina nótt um miðjan mund
mælt er ástin lokki
Tístran hljótt á frúar fund
framanað sængur stokki.
- Indíana vakna vann
vífablómið trúa vífablóm: kona
blíð að vana beiddi mann
burtu aftur snúa.
- En er fleina Óðinn hýr fleina Óðinn: maður
aftur stóð á fætur
fram úr leyni þrælar þrír
þustu í skugga nætur.
- Höndum tekinn Tístran er
tókst sig ei að vara.
En Rauðrekur illi fer
undan þessum skara.
- Kenndi angur Tístran trúr
titrar hjartað beggja.
Upp í sæng til fríðrar frúr
fantar manninn leggja.
- Héldu báðum höldar þá
hvíludýnur viður.
Kalla náði kónginn á
klækja versti smiður.
- Inn kom sjóli, en svikarinn
svörin náði að bjóða:
„Sjáðu í bóli brúðar þinn,
buðlung, vininn góða.“ buðlung: kóngur
- Tiggi felldi tár um brá
tali upp því stynur:
„Ég má hrelldur sanna og sjá
söguna þina, vinur.
- Bæði án dvala bindi hér,
börvar ljóma Grana, börvar ljóma Grana: menn
í fangasalinn færið þér
falska svikarana.“
- Tístrans fóstri, böl sem ber,
bæði vildi fría
í leyndum bjóst að leita sér
liðs í Astúría.
- Frekast nauðin föngum tveim,
falsarinn því veldur.
Nú var dauðadómur þeim
að döglings ráði felldur. döglingur: kóngur
- Tístran leiddur út svo er
álma frægstur þórinn álmaþór: maður
klæði breiddi svört að sér
samlitur var jórinn.
- Indíana fór í fat
farfa meður hvítum
líka á grana ljósum sat
leið svo reið með ýtum.
- Út á skógi í einum stað
ei með breytni kæra
svika nógi bófinn bað
af baki þau að færa.
- Indíana kraup á kné
kvalastokkinn viður
bæn að vana byrjandi
bar hún fram þær kviður.
- Við Rauðrek talar ræsir þá: ræsir: kóngur
„Réttinn vil ég sýna,
af þér skal ég eiða fá
upp á sögu þína.
- Guðs fyrir sakir særum vér
sannleik þig fram bera.
Sástu nakinn sverðagrér sverðagrér: maður
í sæng hjá drottning vera?“
- Dýrstan eiðinn dárinn sór
djöfullegur í skapi.
Síðan beiðir sjóli rór sjóli: kóngur
sætan lífi tapi.
9. ríma sléttubönd
Fóstri Tístrans hefur safnað liði og frelsar Tístran og Indíönu. Þau dyljast í skóginum og sofa með nakið sverð á milli sín. Rauðrekur stjórnar ríkinu og leggur á þunga skatta.
- Kvíða máttu, vafurs vers vafurs vers víðir: maður
víðir, spanga hljóðum. spanga hljóð: orustugnýr
Ríða átta hundruð hers
hestum þangað góðum.
- Gjósti Þundar yrjar úr Þundar gjóstur: orusta
aldar stundi bátur. aldar bátur: jörð
Fóstri undan Tístrans trúr
tjáist skundi kátur.
- Fríðan leysti Tístran trúr
tundurþórinn áa. Þór áatundurs: maður
Síðan reisti ánauð úr
upp á jórinn fráa.
- Fundið getur drottning dýr
dæstar mundir skekur
sprundið metur, hana hýr
handlegg undir tekur.
- Skógar leita þaðan þrjú,
þrauta gleyma baði,
nóg var þreyta fríðri frú
freka sveima staði. freka staður: skógur
- Skála búa þegnar þá
þakið stráum flétta.
Bála hnúa Iðunn á Bála hnúa Iðunn: kona
inni sjá um þetta. inni: heimili
- Frúna drengur mætur má
meður spanna sómann,
núna lengur eigi á
Alfon svanna blómann.
- Svarar ljóma varar Vör: Vör varar ljóma: kona
„Vita máttu, drengur,
vara sóma kæru kjör
kvendis láttu lengur.
- Stilla áttu karlakyns
kviðar lysting stríða
villa máttu hvergi hins
hringa gisting fríða. hringa gisting: kona
- Hrundar máttu beðinn brátt
búinn snilli þiggja
Þundar láttu bálið blátt Þundar bál: sverð
beggja á milli liggja.“
- Víkja ljóða beiðum blað,
bíði svinnir drengir,
ríkja góða öðling að öðlingur: kóngur
angri sinnir lengi.
- Fenginn skaðann merkja má
mæðu gisti núna,
enginn glaðan sjóla sá sjóli: kóngur
síðan missti frúna.
- Mestu hefur ríkisráð
Rauður smánar frekur
bestu kefur dyggða dáð
drengja lánið hrekur.
- Lagði skatta argur á
öðlings bragna þunga. öðlings bragnar: þegnar kóngs
Flagði skratta mikið má
menguð gagna tunga.
10. ríma braghenda baksneidd
Vinur Rauðreks veikist og játar svikin við Tístran. Alfon býður Tístran og Indíönu að snúa heim. Indíana setur sem skilyrði að skattarnir verði lækkaðir Tístran fái bætur. Tístran fer.
- Rauðrekur var rausnarmaður í ríki sínu,
æfði marga ólukkuna,
aldirnar hans sögu muna.
- Annar lagðist sjúkur sá og sáran kvaldist
Rauðreki sem forðum fylgdi
þá fjör af Tístran ljúga vildi. fjör: líf
- Presti sínum sannleikann hinn sjúki játti.
Klerkur sagði kóngi þetta,
að kauðinn gerði játning rétta.
- Hinn var krafður, herforinginn, hér til svara
þorði hann ekki annað gera
en það sanna fram að bera.
- Rauður hafði rekka keypt til rangra lyga
nú kom upp hin sanna saga,
svipa mátti þrælnum raga. svipa: bregða
- Ræsir fór við roða dags og Rauður slægi
fram á skóg svo ferðir drýgi
forna hittu götustígi.
- Bragnar fundu loks á láði lítinn skála,
gengu inn um gættir sala,
gátu að líta sængurbala.
- Þar í liggur Tístran trúr hjá tróðu dúka dúka tróða: kona
blunda náðu bæði óhrakin
brandur lá á milli nakinn. brandur: sverð
- Rauður mælti: „Ráð er nú að reiða brandinn,
áður en vaknar upp að standa
ærusnauður geymir randa. geymir randa: maður
- Kóngur ansar: „Kjafti haltu, kauðinn lasta,
þeirra sé ég manndyggð mesta,
en merki þína lygi versta.
- Sérðu ekki saklaus bæði sín á milli
nakinn láta fleininn falla
freistingu svo varist alla.
- Tístran skal hér sofa sætt hjá sólu klæða.“ klæðasól: kona
Heim svo sneri herrann þjóða
honum fylgir makinn sóða.
- Síðan kóngur bón og bréf þeim báðum sendi
þau ef vildu útlegð enda
og aftur heim með sóma venda.
- Tignarklæði kóngur sendi klútanönnu klútananna: kona
og silfurvagn þar kappar kunnu
klára skoða lónasunnu. lónasunna: kona
- Fylkir vildi faðma og kyssa faldalindi. fylkir: kóngur;
Frá sér kóngi hratt með hendi faldalind: kona
hún og þannig svörum vendi:
- „Mér hefur orðið, buðlung, bið á blíðu þinni buðlung: kóngur
því í huldum harmaranni
hef ég gleymt að klappa manni.
- Ef að nokkuð annt þér er um ástir kvenna
eitthvað skaltu víst til vinna
ef viltu mína blíðu finna.
- Tvöfalt bæta öllum áttu og upp að gefa
skatta þá sem Rauður refur
af rekkum þínum kúgað hefur. rekkar: menn
- Tístran skaltu bæta best með blíðu og snilli
hrakninga og háðung alla
en hatur láta niður falla.
- Hefnda vil ég engra óska illum Rauði
þó kvalir ætti leiður líða
láttu hann sinna tíma bíða.“
- Tístran eitt sinn tala nam við tiginn hara: hari: kóngur
„Lengur hér ei vil ég vera,
við skulum okkar skilnað gera.
- Fýsir mig að flýta mínum ferðum héðan.“
„Þú munt verða því að ráða,“
þannig mælti stýrir láða. stýrir láða: kóngur
- Indíana eldrauð sat, en ekki grætur,
þegar kvaddi þegninn vitur
þrengdi hjartað sorgin bitur.
11. ríma KolbeinslaG
Tístran fer til Frakklands. Berst með Dagóbert kóngi gegn Englendingum. Dagóbert fellur en gefur Tístran ríkið og dóttur sína Ínöndu. Þau eignast soninn Dagóbert. Á Spáni er Indíana ólétt.
- Frakklands til í bráðum byl
bliki hranna dika vann bliki hranna: skip
atker hylur álaþil álaþil: sjór
afreksmann á landið rann.
- Föðurbróður fann um slóð
fári skertan Dagóbert,
ræður þjóð og þeirri lóð
þreki hertu dægur hvert.
- Dögling landa búinn brand dögling (búinn brandi): kóngur
blóma háa dóttur á,
hét Ínanda, ormasand ormasandur: gull
öldin sá á þeirri gljá.
- Kóngur átti oft og þrátt
við enska lýði blóðugt stríð
reyndi mátt en svifti sátt
sveitin stríð um þessa tíð.
- Herinn ramur reiddi gram gramur: sverð
rignir óðum mannablóð.
Áfram hamast enskur nam
einn sem stóð og felldi þjóð.
- Daríon í vígavon
var sem ljón að mannasjón,
fylgdi honum siklings son siklings son: kóngssonur
sá hét Jón og veitti tjón.
- Kóngur vóð þar bunar blóð
brynjurnar og hjálma skar,
hleður þjóð því hetja góð
Hár var skara dalneyðar. Hár skara dalneyðar: maður
- Daríon reynir meður mein
mæki sinn við konunginn mækir: sverð
höggur fleini á bringubein fleinn: sverð
bugar stinnan holundin. holund: sár
- Tístran sá að fallinn frá
fylkir er, en riðlast her,
skildi þá sér fleygði frá
fata Herjans Sifjarver. fata Herjans Sifjarver: maður
- Drengir þráir áttu á
Auðunskonu dauða von. Auðunskona: jörð
meður bláan mímung þá mímungur: sverð
mætir honum Daríon.
- Tístrans hönd hans risti rönd rönd: skjöldur
rekur nakinn út um bak
sáravönd um vígaströnd sáravöndur: sverð;
veitti hraki dauðatak. vígaströnd: vígvöllur
- Hyggur Jón í Hildartón Hildartónn: vígahugur
hefndir á og stefndi þá
móti bóna Miðjungs þjón þjónn Miðjungsbóna: maður
meður Þráinslogann blá. Þráinslogi: sverð
- Tístran strauk á hófahauk hófahaukur: hestur
honum að og reiddi nað naður: sverð
hausinn fauk en lífi lauk
linnastaðatýr við það. linnastaðatýr: maður
- Bragning sér að banvæn er bragning: kóngur
brjósti á hans skeina flá,
tala fer við Tístran hér
tignarhái jöfur þá: jöfur: kóngur
- „Það nú finn ég, frændi minn,
fjörið gerir eyðast mér
enginn svinnur arfþeginn
umsjá ber um landið hér.
- Því skal bjóða þornarjóð þorna rjóður: maður
þetta láð og krakasáð krakasáð: gull
einnig rjóða ósa slóð
eisu fjáða meður dáð.“ ósa eisu slóð: kona
- Krýndur var til konungs þar
Kjalar skara Hnipular Kjalar skara Hnipular: maður
valdið bar um vang og mar,
en veikur hari burtsofnar. hari: kóngur
- Eftir þann svo erfi vann
öldin drekka er bana fékk,
brúðkaups annað ölið fann
æðri smekk af snót og rekk.
- Unni að sönnu hrannar Hrönn hrönn hrævarelda hrannar: kona
hrævarelda um dag og kveld,
er þó bönnuð elska sönn
oft því veldur lundin hrelld.
- Dagóbert með blóma snert
brunnasóla Skögul ól, brunnasóla Skögul: kona
honum vert er hrósið gert
um hérastól og flyðruból. hérastóll: land; flyðruból: sjór
- Frá þeim Grana flýg ég svan svanur Grana: hugur
fyrst þar mér um tala ber:
Indíana ágætt man
öldin sér með barni er.
12. ríma hálfhenda
Rauðrekur reynir ítrekað að drepa Alfon, Indíönu og nýfædda dóttur þeirra. Allt kemst upp og honum er refsað. Í Frakklandi saknar Tístran Indíönu og talar af sér þannig að Ínanda verður afbrýðissöm. Tístran særist í ræningjaárás.
- Þar mig bar í þögn og stans
því skal nú að víkja,
kauðinn Rauður linnalands linnalands lilja: kona
lilju bjóst að svíkja.
- Finnur slinni falskur nú
fljóðið það, með pretti,
þá sem á að þjóna frú
þegar burði létti.
- Keypti sneiptur snót með ráð
snilli allri firrða
barn og tjarnarblómaláð láð tjarnarblóma: kona
bæði í fæðing myrða.
- En sem kennir drottning dýr
dag þann á að fæða
kvinnan finnur framarýr
fótaveiki skæða.
- Mátti ei játtur svarkur sá
sól ormstóla þjóna. ormstóla sól: kona
mey nam fæða freyja þá
fagra daga lóna. lónadaga freyja: kona
- Hjá sinni kvinnu síð þá nótt
sat hinn vitri gramur gramur: kóngur
einn með hreinni, skjöldung skjótt skjöldung: kóngur
skák nam leika tamur.
- Veit ei teitur fylkir fyr fylkir: kóngur
og fljóð er gleði nýtur,
í einu reynir opna dyr
einn sem hurðu brýtur.
- Blóðugan óð með bæsing sá bæsingur: sverð
beran sér í höndum;
Rauðrek kauðann þengill þá þengill: kóngur
þekkti og rykkti bröndum. brandur: sverð
- Liðið iðar inn í rann
á sem hrópar gramur, gramur: kóngur
felldi að veldi falsarann
fjöldinn hölda ramur. fjöldinn hölda: kóngsmenn
- Sjá menn þá hans svik óring
í svip það opinbera,
með það réði meðkenning
mannskaðarinn gera:
- „Kvinnu hinni er átti ein
öðlings brúði þjóna öðlings brúður: drottning
bauð ég dauða að brugga mein
birtu fyrir lóna. lóna birta: gull
- Þá ég sá að þessi ráð
þeygi máttu duga
vildi ég gildur drýgja dáð
og dögling yfirbuga. dögling: kóngur
- Fann ég í ranni öðlings einn öðlingur: kóngur
uppi í hvílu liggja
gegnum þegninn færðist fleinn fleinn: sverð
fallinn meinti ég tiggja. tiggi: kóngur
- Þegar eg í önnum snar
inn kom nú að vífi
sá ég þá að sjóli var sjóli: kóngur
sjálfur enn á lífi.
- Brá mér þá í brúnaláð brúnaláð: hugur
bót svo fagna engri
er nú hér á yðar náð.
Ekki er sagan lengri.“
- Reiður greiðir sjóli svar:
„Svikari, þú mátt trúa
hér skal þér til hörmungar
helför versta búa.“
- Svona að vonum æfin ill
enti kauðans raga,
harmi arman hver sem vill.
Hans er búin saga.
- Þræl ósælum fer ég frá
fargað höfum drjóla.
Um Tístran lýst mér tala þá
tiginn Frakklandssjóla.
- Oft nam Hroftur álabáls Hroftur álabáls: maður
Indíönu rjóða
í svefni nefna, en firrtist frjáls
fylki klæðatróða. klæðatróða: kona
- Fátt var þrátt með frú og gram, gramur: kóngur
féll þar heill af stóli,
má ei sá við Ínandam
ástir festa sjóli.
- Ríður fríður eitt sinn út
enga hafði sveina.
Finnur innan sára sút
sendir tíðum fleina.
- Renna nenna tiggja til tiggi: kóngur
tíu skógræningjar,
reiða breiðan Auðunsyl Auðunsylur: sverð
illir þollar hringa. þollar hringa: menn
- Sjóli fólum hugahreinn
höggin snöggu greiddi
felldi að veldi átta einn
æðum blóðið freyddi.
- Einn óseinn um axlarbein
öðling sári mæddi öðlingur: kóngur
undin sundur opin gein
ekki hótið blæddi.
13. ríma nýhenda frumsniðstímuð síðframhend
Sár Tístrans grær ekki og hann sendir fóstra sinn eftir Indíönu og Alfon. Hann á að hafa hvít flögg á skipinu ef þau koma með, en svört ef þau koma ekki. Ínanda lýgur því að svört flögg séu á skipinu og Tístran deyr.
- Sárið kóngur sem að bar
sýnir fínu læknironum,
fárið búið þótti þar
Þundum sundaljóma honum. Þundar sundaljóma: menn
- Eitrað var með illan lit
æði hræðilega skeinan,
sveitir landsins vantar vit
Verðung sverða að græða hreinan. Verðungur sverða: maður
- Ínanda, hans ektakvon,
ekki þekka lét sem sæi.
Hinir báru veika von.
Valinn talar sjóli frægi: sjóli: kóngur
- „Kalli inn í háa höll
hingað slyngan fóstra bragnar.“
Lallar sá um víðan völl.
Vísir rís og tók til sagnar:
- „Þér ég treysti, vinur vor,
sem værar æru tryggðir lánar
héra sjós um sílafor héri sjós: skip; sílafor: sjór
að synda í vindi að landi Spánar.
- Indíanar fáðu fund
frá mér tjá þú skilaboðin,
að linda vilji göfug grund linda grund: kona
gá að lá þar bíði gnoðin.
- Í nauðum mínum bæði ég bið
brúði og prúðan kóng mig finna
dauðans ella ofbeldið
ævi svæfir daga minna.
- Ef sterkur sjóli og silkibjörk silkibjörk: kona
syndir vinda yfir beður vinda beður: sjór
merkja skaltu áraörk áraörk: sjór
íturhvítum flöggum meður.
- Björt ef ei á borðahjört borðahjörtur: skip
brúður prúða fylgir yður
svörtum flöggum fleyið hvört
falda skjalda áttu viður.“ skjalda viður: maður
- Fóstri Tístrans feginn tést
fara hara eftir boðum, hari: kóngur
bjóst hann nú með föngin flest
fram að þramma, náði gnoðum.
- Alfon kóngur um það bil
og hans logatjarnarbrúin brú tjarnarloga: kona
dvalalaust að djúpum hyl
draga fagurlega búin.
- Tormóna hin væna var
vetra metin átta og tveggja
borin fram á bárumar bárumar: skip
blíð að prýða hópinn seggja.
- Skútudýrin skunda nýt skútudýr: skip
skær því blærinn ferjur leiddi
flutu um húna flöggin hvít
framur gramur svo sem beiddi. gramur: kóngur
- Dagóbert með auðareik auðareik: kona
ungur þrunginn vaktar föður
spakur hafði um húsið kreik
horfir sörvatýr á löður. sörvatýr: maður
- „Faðir minn, nú fæ ég séð
flota snotran þinna goða.“
Glaður Tístran gat svo téð:
„Glöggur flöggin áttu að skoða.“
- Skrafar sveinninn hýr: „Um höf
hindur Randabanda fínar hindur Randabanda: skip
hafa flöggin hvít sem tröf
í hafnir stafnar mæna þínar.
- Glaður kóngur verður við
veiki feykir Gríðar kæla Gríðar kæla: hugur
hraður rís við hægindið
hann og þannig tók að mæla:
- „Tregi brjósti flögtir frá
fjörið gjörir hrekja bana,
feginn þig ef fæ að sjá
fjóðið góða, Indíana.“
- Voldugur kóngur vafinn snilld
vann í rann að tala svona.
Þoldi eigi þykkju fylld
þessi hressu orð hans kona.
- Hastar nú á sveininn byrst,
segir eigi kætast hjörtu:
„Rastarhind í hafnar vist rastarhind: skip
hefur án efa flöggin svörtu.“
- Þetta hélt nú sjóli satt
sárum tárum bólgnar hugur,
nettur missti geðið glatt
galar talið sárnauðugur:
- „Kæra frú, sem blómann ber
og bót mér skjótri þverneitaði
nær var ég svo þrjóskur þér
þetta rétt að verðskuldaði?
- Enda munu mæðugrönd
mín og dvína sóttin skæða,
sendi ég þér nú særða önd,
signaður tignar kóngur hæða.“
- Talað endar milding mál
með það réði hel að streyma
falin hendi föður sál
fló með ró í sælli heima.
14. ríma víxlhenda
Indíana fréttir lát Tístrans og tilkynnir að hún muni líka deyja, en börn þeirra, Dagóbert og Tormóna, eigi að giftast. Alfon leggur lík beggja í sömu kistu, liljur vaxa upp af brjóstum þeirra og vefjast saman.
- Þar ég fyrrum þuldi ljóð
þóttu vana bögur
hallardyrum inn af óð
Indíana fögur.
- Alfon sjóli fylgdi frú sjóli: kóngur
fram um hreina vega.
Frétti sólin sörva nú sörva sól: kona
söguna greinilega.
- Tárin felldi fyrstu þá
fór að sprundi þrengja
allir héldu hringagná
harmar mundu sprengja.
- Indíana Alfons til
arka grundu krefur
hjálmagrana hringabil hjálmagrani: maður;
hálsinn mundum vefur. hringabil: kona
- Þetta segir þungbúin:
„Þig lát eigi pína
eg mun deyja af því finn
andarmegin dvína.
- Alfon kæri, fyrr í frið
feigð mig náir þreyta,
þig um tvær ég bónir bið
sem buðlung má ei neita. buðlung: kóngur
- Tístrans niðja og Tormónam,
týnist harmakvæði,
vil ég biðja góðan gram gramur: kóngur
að gifta saman bæði.
- Heims þá vistum hér ég lýk
hugann lán það gleður
í Tístrans kistu lát mitt lík
liggja dánum meður.“
- Þessu blíður hilmir hét hilmir: kóngur
hennar vilja að ljúka.
Kyssti fríð með klappi og grét
kónginn þilja dúka. dúka þilja: kona
- Hilmir fann sig harma slá
hjartað var án gleði.
Tróð nú svanni tiggja frá
að Tístrans dánarbeði.
- Ofan á líkið lagði sig
lostin kvalabanni
auðarbríkin ástúðlig
og svo talar þanninn:
- „Hjá þér lengi í værð ég verð
varir snilli beggja,
nú skal enginn eggjað sverð
okkar milli leggja.“
- Lagði hönd um háls á ná
hann og þrunginn kyssti
hún, en önd í einu þá
angursprungin missti.
- Daginn eftir beggja blund
er byggðum undu háu
furðu hreppti lýðalund
á líkum undur sáu.
- Brjósti hans og hennar frá
höldar vænir frétta
með ljósum glansa liljur þá
litagrænar spretta.
- Rót í hjarta höfðu þær
hvorugu ama búa
liljur bjartar taldar tvær
toppum saman snúa.