Lagboði 141

Gyllir sjóinn sunna rík

Ferskeytt – vísur 1-4 hringhendar

 

Breiðfirðingavísur.

Gyllir sjóinn sunna rík,
sveipast ró um Faxavík.
Esjan glóir gulli lík,
gleði bjó mér fegurð slík.

Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn;
vermist mjallar vanginn þinn,
vesturfjalla kóngurinn.

Í landsins hjarta lifði þar
ljósið margt, sem fegurð bar.
Nú er bjart við Breiðamar,
búinn skarti kveldsólar.

Breiða- fyrst í firðinum
fékk ég vist á bátunum
hjá aflaþyrstum, þrekmiklum
þrauta og lista formönnum.

Vísur:  Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Kjartan Ólafsson
Stemma:  Sveinn Hannesson frá Elivogum.

Til bakaLagboði 142