Lagboði 142

Mína ef sjá vilt hagi hér

Ferskeytt – 1-hringhent

 

Mína ef sjá vilt hagi hér
hryggða er á slær skugga,
hafðu þá í huga þér
hrakið strá á glugga.

Örðugan ég átti gang
yfir hraun og klungur.
Einatt lá mér fjall í fang
frá því ég var ungur.

Á lífsins fjalli er færð ógreið
frost og byljir skæðir,
og varða há sem villtum leið;
vísar á sigurhæðir.

Meinleg örlög margan hrjá
mann og ræna dögum;
sá er löngum endir á
Íslendingasögum.

Vísur:  1 Júlíana Jónsdóttir, 2 Þórarinn Sveinsson, 3 Teódóra Thoroddsen? og Þorsteinn Erlingsson.
Kvæðamaður:  Kjartan Ólafsson.  (Jósep Húnfjörð kenndi)
Stemma:  Pálína Pálsdóttir, Húnavatnssýslu.

Til bakaLagboði 143