Þegar vakan þreytir lundu
Langhent – vísa 1, 2, 3 og 4, hringhendar
Þegar vakan þreytir lundu
þá skal stakan hljóma dátt,
þýða klakann, stytta stundu,
stæla bak og efla mátt.
Sumir unna léttum lögum,
listir grunnar falla í geð.
Hringhendunnar hjartaslögum
hót ei kunna að fylgjast með.
Fylgja blindum formsins reglum
frjálsan hindrar ljóðaslátt.
Eftir vindi ek eg seglum,
ei mig bind við vissan hátt.
Verði skjól á vegi mínum,
vermi sólin hlý og björt,
þá mun bóla á betri línum,
braga hjólin snúast ört.
Vísur: Sveinn Hannesson frá Elivogum.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Sveinn Hannesson frá Elivogum.