Lagboði 145

Logar eldur andans glatt

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Logar eldur andans glatt
Ólafur heldur velli,
sextíu geldur sumra skatt,
sigri felldi Elli.

Enn um brána ítra fer
æskufrána blikið.
Búi lán og list hjá þér,
þó lokkar gráni mikið.

Lífs um sæ þú sigldir vel,
sveifst fyrir ægi-dranga.
Segl er lægir síðast Hel,
sýnir hún daginn langa.

Vísur:  Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Ebeneser Árnason, Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 146