Lagboði 21

Höggið brýtur handlegginn

Stikluvik – vísa 1 hringhend, vísur 2 og 3 þríhendar og vikframhendar og vísa 4 þríhent og vikframsneidd

 

Rímur af Gunnari á Hlíðarenda
4. ríma, vísur 51-54

Höggið brýtur handlegginn,
hót þá bítur eigi.
Nauðum flýta nennir hinn,
niður hrýtur arngeirinn.

Gunnar þrífur hann og hjó
Hallgrím allan gegnum.
Út þar lífi undin spjó,
í einu fífutýrinn dó.

Gunnar kvað svo ljóð: Hér lét
lífið stífin hetja,
sannast það er seiðmann hét.
Sáranað ég góðan met.

Hér nú kenndu höldar skil
hvar ég geiri náði,
þann í hendi hafa vil
héðan af enda lífsins til.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Siglufjarðarlag.

Til baka -o- Lagboði 22