Lagboði 146

Fylli vindur voðirnar

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Siglingavísur

Fylli vindur voðirnar,
væri synd að neita,
að þá sé yndi yfir mar
árahind að beita.

Þegar í hroða hræða drótt
Hvæsvelgs voða sköllin,
þýtur gnoðin áfram ótt
yfir boðaföllin.

Signi band og bogni rá,
bólgni strandir hlýra,
eykst þá vandi um úfinn sjá
öldugandi að stýra.

Þegar kringum skipið skafl
skall með ringi sína,
best sá þvinga báruafl
Breiðfirðinga mína.

Vísur:  Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir
Stemma:  Ragnheiður Ebenesardóttir.

Lagboði 147