Lagboði 148

Ferskeytlan er lítið ljóð

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 óbreyttar, vísa 4 víxlhend og vísa 5 hringhend

 

Ferskeytlan er lítið ljóð
létt, sem ský í vindi,
þung og dimm, sem þrumuhljóð,
þétt, sem berg í tindi.

Bæði í gleði og þrautum það
þjóðin fjalla syngur.
Á þessu lagi þekkist, að
þar fer Íslendingur.

Þar skal okkar móðurmál
minni dýrsta finna,
er þú hvessir stuðlastál
sléttubanda þinna.

Ljós þitt skíni manni og mey;
mýktu elli kalda.
Meðan týnist málið ei
muntu velli halda.

Þá um sögn og söng er hljótt,
segul mögnuð straumum
fremst af rögnum ríður nótt
reifuð þögn og draumum.

Vísur:  Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Pálína Pálsdóttir,  Húnavatnssýslu.

Lagboði 149