Lagboði 149

Tálið margt þó teflum við

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Tálið margt þó teflum við,
tjáir vart að flýja.
Veiku hjarta veitir frið
vorið bjarta, hlýja.

Strýkur glóey grösin smá
geislalófa þýðum.
Lautir, flóar litkast þá;
leysir snjó úr hlíðum.

Þröstur hátt með kátum klið
kveður þrátt í runna.
Þar er dátt að dreyma við
dásemd náttúrunnar.

Vorið hló og hratt sig dró
heim á gróin engi,
þar sem lóa í lágum mó
ljúfa sló á strengi.

Vísur:  Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir. (Hólmfríður Þorláksdóttir kenndi)
Stemma:  Guðfinna Einarsdóttir.

Lagboði 150