Lagboði 150

Himins stóli háum frá

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Himins stóli háum frá
hverfa njólutjöldin;
tímgast fjóla túni á;
tekur sólin völdin.

Býður fangið hlýtt og hljótt
hlíðarvangi fagur,
viðarangan – engin nótt,
allt er langur dagur.

Hýrt og blátt er himintjald,
hægur sláttur Unnar.
Glöð og sátt ég geng á vald
Guðs og náttúrunnar.

Mitt við hæfi’ á móðurarm
mun ég gæfu finna.
Þar skal svæfa hjartaharm
heillar ævi minnar.

Vísur:  Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Björn Friðriksson.

Lagboði 151