Lagboði 151

Oft ég vann að óska mér

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 3 hringhendar

 

Oft ég vann að óska mér
að ég þannig kynni;
líkt og hrannar loga ver
Löndungs spanna minni.

Ef lesa sá þig ljóðaskrá
lifnaði hjá mér kæti;
kom ég þá og knjám þér á
kaus mér þrávallt sæti.

Ég var æði lág á legg
lítilræði í mundum,
þó fyrir kvæði kátan segg
kyssa næði stundum.

Vísur:  Höfundur ókunnur.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Jón Skúlason, Breiðfirðingur.

Lagboði 152