Áður var eg ýtum hjá
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Vertíðarlok 25. nóv. 1934.
Áður var eg ýtum hjá
oft í svari glaður.
Lítið þar nú eftir á,
afturfaramaður.
Smátt úr býtum bar ég þá
býsna lítilvirkur.
Þannig flýtur árum á
uns að þrýtur styrkur.
Gleðitíðir flögra frá
fyrir kvíðir lundin.
Tímann líður óðum á.
Engin bíður stundin.
Að mér sest er ellihaust
útveg flestum hallar.
Því er best að bera í naust
bát og festar allar.
Vísur: Bjarni Jónsson frá Sýruparti, Akranesi.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson.
Stemma: Bjarni Jónsson, Akranesi.