Lagboði 157

Þulins skeið um þagnar bý

Samhent – hagkveðlingaháttur

 

Þulins skeið um þagnar bý
þar nam sneiða lending í,
geira meiðar firða frí
á fundinn leiða Bernótí.

Spurði hjarar hölda freyr,
hvert að fara væru þeir.
Karlinn snar af orða eir
út lét svar, en þögðu tveir:

“Í kaupförum vorum við
víst á knör um Ránar mið;
sætti kjörum lukku lið,
léðust vörur þeim af sið.

Vildum halda heim á leið;
hart að alda súðum reið,
mölva valda mundum skeið;
mengið kalda helju beið.”

Vísur:  Magnús Jónsson í Magnússkógum.
Kvæðamaður:  Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma:  Ásgeir Jónsson frá Gottorp.

Lagboði 158