Lagboði 158

Þótt að lág við lúakjör

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Þótt að lág við lúakjör
lemstrun fái að vonum,
leitar þráin einatt ör
upp að Bláfjöllonum.

Við einstakan geislaglans
gleymast sakamálin,
af blætaki andvarans
er mér vakin sálin.

Ljóss mót vegi hugur hlær
hryggð burt slegið getur,
sínu eigin eðli nær
er og þreyir betur.

Bjartra nátta fanginn frið
finn ég háttu kunna;
örvar sláttinn, ymur við
afltök náttúrunnar.

Vísur:  Björn Friðriksson
Kvæðamaður:  Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma:  Árni Árnason gersemi

Lagboði 159